Skólablaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 14
78 SKOLABLAÐIÐ Fræðslusjóður SLðavikurhrepps. (Skipnjagsskrá: Stjt. B. 1911, 124.—5. bls.) Sjóður þessi er stofuaður af barnaskólasji ði Súðavíkurhrepps og var i árslok 1909 kr. 2582.1 1. Tilgangur hans er »að efla mentun fátækra ungmenna í Súðavíkurhreppi«, fyrst og fremst að styrkja börn á skólaskyld- um aldri, er ekki geta ge.igið að heiman í barnaskóla hreppsins eða á kenslustað fræðsluhéraðs Seyðisfjarðar og því næst styrkja fátæka unglinga, en efnilega til náms, eftir 14 ára aldur í gagn- fræðaskóla eða kvennaskóla. Vigurklerkur er góður búmaður fyrir fleiri en sjálfan sig. Lýðháskóla hafa sýslunefndir Árnessýslu og Rangárvallasýslu samþykt að stofna fyrir sýslur þessar, og Vestur-Skaftafellssýslu, ef sú sýsla vill verða með þeim um skólann. Nefnd manna kosin af öllum þessum 3 sýslum hefur stafað að þessu máli og samið nefndarálit. En nú gjöra Skaftfellingar ýmsar breytingartillögur við nefnarálitið, er að líkindum leiða til þess að hinar sýslurnar verða tvær um skólastofnunina. Allir góð:r memi óska, að þessu máli farnist vel. Fyrirlestur um heímilisiðnað á Norðurlöndum hélt Inga Lára Lárasdóttir 28. f. m. Lýsti þýðingu hans fyrir löndin, bæði að því er snértir fjárhag og menningu. Benti og á leiðir til að endurreisa hann hér á landi. Sagðist vel. Fleiri eru nú hér um slóðir að hugsa þetta mál, helst að gjöra ein- hverja byrjunartiraun í Reykjavík, vonandi verður ekki langt þess að bíða, að einhverjar framkvæmdir sjáist. Smælki. Vel uppalið barn reynir ávalt að vera öðrum til geðs, því er ánægja að hlýða foreldrum sínum og kennurum. Það hlustar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.