Skólablaðið - 01.05.1912, Blaðsíða 4
68
SKÓLABLAÐIÐ
blaðinu* að kensluherbergjum væri sumstaðar all ábótavant og
aðbúð barna í kenslustundum.
Nokkrar bendingar má fá um það í fræðsluskýrslunum
hveruig kenslustofum sé háttað, en þó er það svo ófullnægj-
andi, að ekki er auðið að fá glögt heildaryfirlit yfir húsakynni,
sem til kenslu eru notuð. Þó mun óhætt að segja að um tölu-
verða framför sé að ræða um kenslu-húsakynni, ekki síst þar
sem fastir skólar eru. (30 stærri og smærri skólahús hafa verið
reist á seinustu 3 árum: 1908—1911). Þó er sjálfsagt mikið
ógert enn, að bæta kensluhús og aðbúð og umgengni þar.
Enn eru sumar skýrslur all ógreinilegar, en þó hafa þær
farið batnandi ár frá ári nú síðan fræðslulögin komu í gildi.
Af því að skýrslurnar eru ekki nógu fullkomnar eða greini-
legar leiðir það, að ýmsar þær tölur sem hér eru færðar til að
framan eru sjálfsagt ekki fyllilega réttar, en um flestar af þeim
mun þó litlu skakka. Sjálfsagt mun vera mest við kostnaðar-
skýrsluna að athuga. í sumum skýrslum er t. d. fæði farkenn-
ara reiknað með öðrum kenslukostnaði, í öðrum ekki. Hér hefir
því verið fylgt að bæta fæðiskostnaðinum við, þar sem hann er
ekki talinn, og reikna hann 6 kr. nm vikuna; mun það láta
nærri meðaltali fæðiskostnaðarins, þar sem hann er reiknaður.
Sumstaðar er reiknað húsnæði, ljós og eldiviður, þar sem kensl-
an hefur farið fram á heimilunum, en sumstaðar ekki; af ýmsum
ástæðum er mjög torvelt að gera sæmilega áætlun þess kostn-
aðar þar sem hann er ei talinn og er því slept hér að þessu
sinni. Ýmislegt fleira er að athuga við kostnaðarreikningana,
sem gerir það að verkum, að ekki má skoða þá sem áreiðan-
legan mælikvarða fyrir því, hvað barnakensla, styrkt af landsfé,
hafi kostað árið sem þeir ná yfir; en töluvert benda þeir þó í
áttina til þess að menn þurfi ekki að renna eins blint í sjóinn,
eins og ef þeir væri ekki til, og eftir fá ár er vonandi að þeir
hafi farið svo batnandí, að nokkum veginn nákvæmlega megi á
þeim byggja.
Það eru ýms kostnaðaratriði sem alls eigi eru tekin hér til
greina, svo sem einkum kostnaður við að koma börnum af
heimili til náms eða vinnumissirinn meðan stálpuðu börnin sem
nota má til margs á heimilinu, sitja við nám. En aftur er það