Skólablaðið - 01.05.1912, Síða 6
SKÓLABLAÐIÐ
70
Og svo sný eg máli mínu til ykkar, eldri menn, foreldrar
og vandamenn, skyldir og vandalausir!
Skólinn sleppir nú hendinni af þessuin ungmennum. Það
líður nú að þeim tíma að þau eiga að komast í tölu kristinna
manna. En nú fara einnig í hönd þeir tímar að öðru leyti, er
einna mesta þýðingu hafa fyrir hvern mann, árin sem oft ráða
mestu um lífsstefnu einstaklingsins. Það er ofur liægt að leiða
þessi ungmenni afvega, en eg vona að enginn ykkar vilji hneyxla
þau. Það er mjög undir ykkur komið, hvort þessi börn verða
góðir menn og nýtir, eða slætnir menn og óhamingjusamir. Þið
getið átt mjög mikinn þátt í gæfu þeirra. Eg veit eigi betur
en að hugarfar þeirra sé gott og óspilt. Og eg treysti því að
þið gerið ykkur far um að spilla ekki þessum ungu hjörtum.
Þau eru gljúp fyrir áhrifum bæði góðum og illum. í því ligg-
ur hætta á öðru leitinu, en hins vegar er þar jarðvegur auðnu
og blessunar fyrir þau á ókomnum árum. Sálir þessara barna
eru eins og ofur lítið undirbúinn akur. Upp úr þeim akri má
búast við að spretti illgresi lasta og ódygða ef til þess er sáð,
en hins vegar er ykkur óhætt að treysta því, að úr þeim jarð-
vegi spretta dygðir og mannkost'r, sé til þeirra sáð. Og á
dygðum og mannkostum spretta aftur blóm guðsóttans og saunr-
ar lífshamingju. ,En að lífs hamingjunni erum við sífelt að leita.
Kæru, ungu vinir! Eg óska ykkur öllum hjartanlega til
hamingju á ófarinni æfileið. Eg bið guð að vernda ykkur frá
villu og synd á komandi dögum. Og eg ániinni ykkur urn
það, að meta jafnan mest af öllu að breyta eftir hans vilja í
hugsunum, orðum og athöfmtm. Minnist þess um fram alt,
að framar ber að hlýða guði en mönnum. Þá mun ykkur vel
vegna.
Sömuleiðis óska eg ykkur, kæru foreldrar og vandamenn,
til hamingjn með þessi vonarfræ ykkar. Eg vildi gjarnan vera
ykkur lengur til aðstoðpr við þetta vandasama verk, en býst
við, að nú sé því þegar að mestu lokið með þau börnin, sem
hingað eiga ekki afturkvæmt, sem nemendur, En eg vil
að síðustu bæta því við, að eg vildi af fremsta megni leitast við,
að reynast þessum ungmennum tryggur vinur á lífsleiðinni, ef
þau kynnu að geta haft gagn af liðsinni míuu.