Skólablaðið - 01.05.1912, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.05.1912, Qupperneq 7
SKOLABLAÐIÐ 71 Mér væri það sönn ánægja. Að svo mæltu lýsi eg yfir því, að þessi skóli er hættur að starfa að þessu sinni. Guð gefi að samvinna okkar, á liðnu skólaári, megi bera bleisunarríka ávexti fyrir land vort og lýð. Stefán Hannesson. Kermaraspjall, - Eftir Héðinn. I. Samvinna. Oft hefir ákaft óþol og óþreyja gripið mig, einkanlega á kvöldin, er eg hefi setið sem negldur niður við stýlaleiðréttingu o. s. frv. Eigi hefur það komið til af því, að mér hafi í sjálfu sér leiðst starfið, heldur af hinu að einhverjir erfiðleikar eða vandræði hafa mætt niér í starfi mínu. — Eg var lengi að átta mig á því hvað eg ætti til bragðs að taka og við mig að gera á slíkum stundum, hvort heldur að »bera harm minn í hijóðí«, — láta engan vita um vandræði mín, en reyna aleinn að sigra þau, eða þá að leita til stéttar- systkina minna, — ræða málið við þau, — heyra álit þeirra, og leitast þannig við að fá úrlausn. — — En — nú er mér fyllilega ljóst, hvað gjöra ber í þeim efnum. Eg hefi reynt hvorttveggja: Hefi dulið erfiðleikana og ætlað mér einum að komast yfir þá, — enda stundum getað það, en oft eigi. — Hitt hefi eg líka reynt, að tjá stéttarbróður mínum vandræðin; fengið hann til að ræða málið á ýmsa vegu, — og oftast höfum við báðir í sameiningu fundið leið til úr- lausnar, þótt dulin væru hvorum okkar einum um sig. — Þegar nú þess er gætt, að af kennurunum er krafist að þeir sigri alla kenslu-erfiðleika — og þeir eru margir ■— þá má ekki láta undir höfuð leggjast að nota þá bardaga-aðferð, sem sigurvænlegust er. — Kennararnir verða að vinna saman.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.