Skólablaðið - 01.05.1912, Side 10

Skólablaðið - 01.05.1912, Side 10
SKÓLABLAÐIÐ 74 leg, eða alvarieg tækifæri? Nei, ekki heldur það, heldur biðja daglega; »bænin má aldrei bresta þig.« En börnin verða að læra að biðja. Það þarf að kenna þeim að biðja með eigm orðum. Það er eina ráðið til að venja þau á að umgangast guð í huga sínum. Það er það, sem bænalestrinum var ætlað að gera, en sem hann gerði ekki ávalt, ef til vill sjaldnast. — Enginn kennir barni eins vel að biðja eins og góð móðir, ef henni er það sjálfri tamt. Hér er ekki nauðsyn á fögru orða vali, né mælsku; formið gerir minst til. Það er nógað börnin Iæri að biðja eins »og góð börn biðja sinn elskulega íöður«, og það geta allar mæður kent, sem vilja. Siðgæði skólabarna. Margur kennarinn mun finna sárt til þess, að siðgæði skóla- barna er ekki að jafnaði á því stigi, sem æskilegt væri, en það er mikill vandi og mikið verk að ráða bót á því. Menn eru nú að mestu fallnir frá þeirri aðferðmni að berja siðgæðið inn í börnin, enda bar hún ekki ávalt tilætlaðan árangur. En sum- staðar hefur það og verið siður að launa þeini, sem fremst hafa staðið, og fá önnur til að keppa við þau um launin. Reyndar hafa nú verðlaun oftar verið bundin við það að skara fram úr í einhverri námsgrein heldur en í siðgæði, og þó hvorugt títt á voru landi. En það er auðsætt, að eins og það má takast með verðlaununum að vekja áhuga barna á námi og glæða kappgimi þeirra í því að taka öðrum fram í þeim greinum, sem standa á stundaskrám skólanna, eins má örva þau til fagurrar framgöngu og siðgæðis með ýmiskonar umbun. Veit eg það, að best er að börnin venjist á að gjöra það sem gott er fyrir sjálfs þess sakir, en það gæti líka stundum orðið of langt að bíða eftir því. Ef til vill þarf barnið á einhverri uppörvan eða hvatning að halda, til þess að geta lagt út á, eða haldið sjer við siðgæðis- brautina, og væri þá ekki horfandi í að neyta þeirrar aðstoðar

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.