Skólablaðið - 01.05.1912, Qupperneq 13

Skólablaðið - 01.05.1912, Qupperneq 13
SKOLABl.AÐIÐ 77 inu milli aðal álma hússins) er glerþak, og eru þar afar stórir vinnusalir. Rúm er þarna fyrir 5200 nemendur. Herbergin eru 337. 6 eru aðalstigar upp í húsið og 8 stigar bakhliða megin. Hver stigi er 1,88 m. og skólagöngin 3 m. á breidd. Húsið er lýst bæði með gassi og rafljósum. Á ýmsum stöðum er komið fyrir 62 vatnspípum, sem nota má í einu vet- fangi, ef eldur kemur einhverstaðar upp. Salerni eru 485 handa nemendum. Fyrirlestrarsalir 45, teiknisalir 49, einn salur til að móta í myndir (leir), annar fyrir gibsvinnu og gyllingar, 3 herbergi fyrir preritara, 1 fyrir bókbindara, 2 fyrir úrsmiði, 2 salir fyrir málara, 23 herbergi fyrir efnafræðisrannsóknir og eðlisfræði, ein ljósinyndastofa, 18 herbergi til ýmisk inar kvennavinnu, glerhús til plönturæktunar o. 5. frv. Fyrir hverri grein stendur sérstök stjórn, og eru því í húsinu 18 stjórnarskrifstofur. En allur þessi risavaxni skóli lýtur þó einni yfirstjórn. Þarna má margt læra, er.da ægir þar saman hárskerum, gullsmiðum og silfursmiðum, rennurum, málurum, bökurum, skósmiðum, orgelsmiðum, saumakonum, þvottakonum o. s. frv. f Sigurður Jónsson frá Álfhólum lést á 3. í páskum eftir mánaðarlegu, en óljóst vitum vér um hvert banameinið var. Hann hafði um mörg ár verið kennari, og þótti dugandi maður í sinni stöðu; stóð ein 5 ár fyrir barna- skólanum í Bolungavík og þótti farnast vel. Sigurður var þéttur í lund og tók með alvöru á kennara- starfinu, og rækti það með mikilli samviskusemi. Leiðrjetting. Misprentast hefur á 9. bls. þ. árg. 4. línu að neðan sokkar á að vera sokkabönd.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.