Skólablaðið - 01.05.1912, Qupperneq 15

Skólablaðið - 01.05.1912, Qupperneq 15
SKOLABLAÐIÐ 79 með athygli á þann, sem talar við það, og reynir að svara fallega og kurteislega; það gerir sjer alvarlega far um að særa aldrei aðra né hryggja með því að gera neitt sem er ljótt. í barna- leikjunum reynir það að láta hin börnin skemta sér sem best. >1« * * Hugsjónir eru eins og stjöruurnar, vér getum ekki snert á þeim með höndunuin, en vér kjósum oss þær fyrir leiðarljós, erns og sjómaðuriun stjörnurnar, og náum markinu nieð því að fylgja þeim. Barnaheít. Fyrir skömmu hefur sá siður verið tekinn upp í Ameríku að láta skólabörn vinna heit, í þeim tilgangi að hafa góð áhrif á siðferði þeirrr. Það sem börnin eru látin lofa, er meðal annars þetta: að kasta ekki steinum (í glugga), að skera ekki með hníf í borð og bekki, að vera ekki slæm við skepnur, að hræga ekki í gólfið (í mannflutningavögnum) o. s. frv. Misjafnlega er þetsu nýmæli tekið annarstaðar. Einstaka kennarar hafa þó tekið þetta upp eftir Ameríkumönnum, og þótt reynast vel. — Hegnið börnunum ekki miskunariaust fyrir hverja yfirsjón, rétt eins og fullorðinn maður ætti í hlut. Börn eru óþroskuð í siðferðislegu tilliti, eins og þau eru óþroskuð að líkamanum til. * * * Fyrir mörgum öldum skyldu fuglar eftir för sín í mjúkri leðjunni þar sem þeir leituðu sjer fæðu með læknum eða ánni Þessi för sjáum vjer enn í hörðm berginu. Eins er um börnin. Áhrifin sem þau verða fyrir afmást ekki helur en förin í kleatinum. Yitur maður hejur sagt: Barns- sálin er mfúk eins og og vax til að móta í hana, en geymir myndina einr og marmari. * . * * Tvær reglu eru til fyrir góðri hegðun, sem altaf má fylgja — innan visssa takmarka: Hugsaðu ávalt um aðra. Hugsaðu aldrei um sjálfan þig.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.