Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 4
SKÓLABLAÐIÐ 148 ust, að nú er framburðurinn orðinn alt annar en hann var þegar ritöldin hófst (á 12. öld); raddhljóðin hafa gerbreist og allur hljómblær flestra orða að meira eða minna leiti; um það geta menn lesið í Málfræði próf. Finns, ágætri bók*). Við skiljum íslendingabók Ara fróða, ef hún er prentuð með nútíðarstaf- setningu, en kæmi Ari gamli úr gröf sinni og þildi fræði sín, þá mindum við fátt skilja af því, sem hann færi með. Hefur þessi míkla breiting verið málinu til bóta? Ölitungu- mál breitast, látlaust og endalaust; stundum er breitingin til bóta, en þeim getur líka hnignað. Breitingin á móðurmáli okkar hefur verið til bóta að sumu leiti; orðaforðinn hefur aukist og hneig- ingar orðanna eru að verða óbrotnari, auðveldari og reglubundn- ari í ímsum greinum. En að eínu leiti hefur málinu ótvírætt hnignað: Það hefurlátið mikið af hljómfegurð sinni; framburðurinn hefur ófríkk- að. Þegar sagt er að sum mál sjeu fögur, og önnur Ijót, þá er aðallega átt við muninn á orðahljómnum. Nú verður því ekki varnað aö mál breitist, en hver þjóð getur ráðið miklu um það, hvernig mál hennar breitist, og aldrei hefur þetta verið jafn auðvelt og nú á dögum, síðan farið var að setja alian æsku- líð til náms í skólum. Er þá first og fremst að leggja rækt við fratnbarbinn, hljómfegurð málsins; en þar höfum við verið gersamlega skeitingarlausir. Við erum sífelt að rífast um rit- búning málsins, en misþirmum lifandi líkama þess, talmálinu, gálaust og hugsunarlaust. Hvað er fagurt og hvað ljótt í framburði? stundum er það fljótfundið; engum mun diljast að það er hljómþíðara að segja bar-n, en ekki baddn, havði, en ekki habði, sag-ði, en ekki saggði; því verður naumast neitað, ef að er gáð, að níi fram- burðurinn er ifirleitt ljótari, en sá eldri framburður, sem nú- tíðarstafsetning okkar er helst sniðin eftir; en vitanlega geta oft *) Finnur Jónsson: Málfræði íslenskrar tuneru. Khöfn 1Q08,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.