Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 10
154 SKOl.ABLAÐIÐ hrífandi ættjarðar- og menningarsöguræður vöktu að vísu að gagni stöku vel upplagðan nemenda, en fóru fyrir ofan og neð- an garð hjá hinum«. Sumt var nú satt í þessu. En samt er víst, að yfir höfuð hafa danskir og norskir lýðháskólar vakið heitan og varanlegan framfaraáhuga og alið œttjarðarást og fé- lagsrækt, sem hefur sýnt sig í verkinu. Sýnt sig t. d. í sívaxandi samtökum og samvinnu í Danmörku. Og hverju er það nú helst að þakka, að Iýðháskólarnir gátu þetta? Það er því að þakka, að flestir Ieiðtogar skóla þessara iangmestlifðu samkvæmt því, sem þeir kendu. Þeir töluðu, til dæmis, mikið um ættiarð- arást og um það að fórna einhverju, eða gera eitthvað verulegt gagn fyrir ættjörðina. En þeir fórnuðu líka sjálfir. Þeir höfn- uðu mörgum hagsmunum tii þess að gagna þjóðinni. Þeir höfnuðu fastri stöðu og vissum góðum embættum til þess að geta fengið tíma til að vekja, fræða og manna alþýðuna. Skal eg nú þegar segja dæmi uppá þetta. Og dæmi þessi eru dagsanna. III. Lýðháskálaskörungar. Helstu Iýðháskólaskörungar í Noregi, sem ég þekti á ár- unum 1875 — 81, voru þessir: Christopher Bruun, Frits Hansen, Kristofer fanson (skáldið), Ingvar Böhn, Viggo Ullmann. Allir þessir voru háskólakandidat- ar og höfðu allir tekið embættispróf. Fj'Jrir þeir fyrstu gátu valið um prestaembætti, betri bestu prestaköllum hér á Iandi. Chr. Bruun t. d. gat einnig átt von á 8000 króna embætti við háskólann. Ullmann var góður lögfræðingur og varð seinast amtmaður. Allir þessir og fleiri höfnuðu nú margra þúsund króna embættum í mörg ár. Chr. Bruun t. d. í 26 ár, og urðu svo lýðháskólamenn. Lýðháskólalaunin voru oftsamasem ekkert, þetta fáein hundruð þegar best lét. Oft aðeins svo fáum tugum króna skifti. Já einn velurinn hafði Chr. Bruun bara 4 krónur alls uni mánuðinn! Allir þessir, nenia Bölin þá, voru þó fjölskyldumenu og urðu að lifa afar sparsamlega til þess að geta nokkurnveginn koinist af. Því skuldir vildu þeir forðast. Áttu sumir næstuni því

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.