Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 12
156 SKÓLABLAÐIÐ varð svo meira eða minna Ijóst, að lýðháskólamennirnir lögðu manna mest í sölurnar fyrir alþýðumenninguna. Og Ijósast varð nemendum lýðháskólans það. Þeir vissu; hvað kennararnir höfðu fórnað miklu. Þess vegna skildu þeir ofurvel, þegar kennararnir voru að tala um ættjarðarást. Því kennararnir heimtuðu þó ekki nema það sem þeir sjálfir höfðu gert. Og töluðu þá af hreinni sannfæringu og góðri samvisku, og þetta gaf svo aftur orðum þeirra valdið, vald yfir hug og hjörtum nemendanna, Vissan um gott dæmi kennararnna og valdið í orðum þeirra hertók ungu hjörtun. Það var eins og altaf hljómaði fyrir eyr- um þeirra þessi orð: »Qerið eins og við! leggið citthvað ísöl- urnar fyrir þjóðina.« Og ótal fjöldi nemendanna gerði það líka. Þarna sjáum við nú orsakirnar til þess, að fyrirlestrar lýð- háskóiamanna urðu svo gagnhrífandi bæði í bráð og lengd. Þarna er þá fóiginn aðal krafturinn í fyrirlestrakenslunni. Eg á ekki hér við þá muntrlegu útlistun námsgreinanna, sem er sjálfsögð í öllum skólum. Ekki lærdómurinn, mælskan, gáfurnar mest; nei, dœmið, dœmið og viljinn — góði, sterki, staðfasti viljinn. Það er það sem mest á ríður. Verði nú íslenskir lýðháskólar líkir þessum norsku og dönsku í góðu dæmi og góðurn vilja, þ i verða þeir afbragð. Húsnæði íarskólanna og aðbúnaðnr barnanna. Skólablaðið hefur cftar en einu sinni gjört húsnæði farskól- anna að umtalsefni, t. d. 1. júlí 1910, I. maí. 1911 ogl.jatuíar þ. á. og brýnt rækilega fyrir fræðslunefndum að gæta skyldtt sinnar í því að sjá um 'að börnuni sé ekki kent í óhæfúni herbergjum, og sömuleiðis skorað á kennara að láta ekki sitl eftir liggja að sjá nm þrifnað í þessum herbergjum. í síðasttaldri grein var nieðal annars talað um lœknisskoðun allra skólabarna og því mali sérstaklega bent til Iandlæknis, setrt er svo kujinur að röggsemi. Kæni'st sú regla á, að læknir skoðaði skólabörú

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.