Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 151 Rjettmœli á að vera andirstaða rjettritiinar. Það má sjá á ímsu í Móðurmáls-bók Jóns Ólafssonar*) að eitt'nvað þessu líkt vakir firir honum. Þegar verið er að hugsa um búning málsins ogkennsluna, þá er ekki vit í því, að líta bara á bakhliðina, stafsetninguna, en skifta sjer ekkert af framhliðinni — framburðinum. Hjer er um tvær leiðir að velja firir okkur í öllum skólun- um: — 1) laga framburð nemenda eftir nútíðar-stafsetningu — 2) breita stafsetningunni eftir nútíðar-framburði. ■ Það er nú efalaust rjettast að fara þessar tvær leiðir á víxl, breitaframburðinum eftir nútíðar stafsetningu þar sem það er gerlegt og fegurðarauki,**) en laga stafsetninguna eftir framburð- inum, þar sem ógerningur er að breita lionum.***) Við eigum að hætta að rífast um rjettritun og taka til að rífast um rjettmæli — um lögun á framburði. Við eigum að leggja skólarjettritunina — okkar gömlu rangritun — á hilluna og taka okkur firir hendur að semja vandað- an skólaframburð. þá kemur hitt af sjálfu sjer. Nið a rstaða: 1) Frambarður málsins hefur ófríkkað oger einlægt að versna. 2) Við ei utn að velja smekkvisa og málfróða menn til að semja framburðatreglur, er lagi sig eftir nútíðarrithutti (úppruna) þar sem gerlegt þikir og til fegurðar horfir. 3) Skólarjettritun á að vera ífullu samrœmi v<ð skólafram- burðinn og ber því að breita stafsetningunni þar sen óhugsandi er að laga framburðinn eftir henni (sleppa y-um og z um, o. s frv.). O. Björnssoit. *) J. Ó. Móðurmáls-bókin. Rvik. 1011, **) t. d. venja börnin á að segja börn, en ekki böddn. ***) t. d. skrifa og segja firir. o. sv. frv.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.