Skólablaðið - 01.10.1912, Qupperneq 14

Skólablaðið - 01.10.1912, Qupperneq 14
158 SKOLABLAÐIÐ hugkvæmdist, virðist vera það að leggja niður alla barnafræðslu í farskólunum, nema fræðslulögín úr gildi —! »Að stofna ung- lingaskóla með hollum og hæfum skólahúsum á að ganga á undan öllu í þessu efni; ekki síst til að gera heimilisfræðsluna á börnum kleifa. . . . Þegar unglinga skyldupróf er til orðið, er heimilisfræðsla barnanna komin á um leið, og jafnframt hin eiginlega alþýðufræðsla«. . . Alt þetta segir presturinn og ýmislegt fleira af liku tagi. Það er raunalegt að hann skuli hafa hnýtt þessu aftan við þarf- legar og góðar athugasemdii' um hollustuhættina. Það er svo hætt við, að enginn þykist þá geta tekið greinina í heild sinni svo sem í alvöru. Þyrfti ekki annað til að konia á fót »sannri, hollri oghald- góðri undirstöðumentun« — eins og hann kemst að orði — en að stofna nokkra unglingaskóla og fyrirskipa unglingapróf, þá þyrfti heimurinn ekki að kosta öllum þeim milíór.um til barna- fræðslu, sem til þess fara nú árlega. Og skárri er það nú kynja- krafturinn sem felst í þessum unglinga skylduprófum, ef þau gjöra heimilsfræðslu barnanna góða, og ef þau koma á »hinni eigifilegu alþýðufræðslu,« sern presturinn virði:t ætla þeim að gera. Ef kirkjan yðar brynni einn góðan veðurdag, prestur minn, svo að hvergi yrði messað nema í baðstofunni — munduð þér þá leggja það til alvöru, að leggja niður helgar tíðir? Munduð þér ekki heldur stinga upp á þvf að reisa nýja kirkju? Engin efi getur leikið á því, hvað þér munduð leggja til þeirra niála. En viljið þér þá ekki fara sömu leiðina í fræðslumálinu, gangast fyrir því að reist verði skólahús í sókninni yðar, þar sem börnunum getur liðið vel, og þar sem sóttkveikjan lifir ekki, — í stað þess að prédika niðurif allrar barnafræðslu? Ekki skuluð þér láta yður detta það í hug, að bera við efnaleysi sóknarbarna yðar. Þau standa jafnrétt í.efna- legu tilliti eftir að þau hafa eignast • skólahús handa börnum sínum, með þeim styrk, sem nú fæst úr landssjóði, væru líklega þegar búin að því, ef presturinn þeirra hefði gerl meira til að styðja það mál er hindra. En það er fleira en berklaveikin og húsakynnin, sem þarf að hugsa um. Heilsu barnanna getur staðið hætta af fleiru; lífi þeirra jafuvel stofnað í beinan voða. Börnin fmrfa holi og gott viðurvœri og hlýjan og góðan klœðnað. Þetta erekki ávalt hugs- að um sem skyldi, þó að hitt sé víst, að flestar góðar mæður Iáta sér umhugað um það. En þeir foreldrar, sem láta börn sín sækja skóla á vetrardag, illa nærð og klæðlítil, vita ekki hvað þeir gera. Jú, en börnin eru að iögum skólaskyld; foreldrarnir geta ekki kent þeim heima, og hafa ekki efni á að gera þau

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.