Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 6
166 skölablaðið^ _ í sömu deild. Kennararnir hafa fundið til þess arna ekki síður en aðrir, Mér hefur nú dottið í hug — reyndar samkvæmt beiðni annara — að reyna að útskýra nákvæmlega fyrirkomulagið, — sem eg hygg að væri heppilegast —, fyrir þeim sveitungum mínum, sem á mig vildu hlusta; fyrirkomulag; sem eg er sann- færð um að yrði til mikilla bóta, eldri börnin gerðu mikið meira en lesa upp það sem þau lærðu fyrstu veturna. Fyrirkomulagið, sem eg ætla að lýsa, er bygt á minni eigin reynslu, og á því sem eg hefi lesið og heyrt um það, hvernig smáskólum í öðrum löndum sé hagað, þar sem aðeins er einn kennari. Deildirnar verða að vera tvær. í yngri deild séu börnin á 11. og 12. ári; en í eldri deild börn á 13. og 14. ári. Auð- vitað má ekki alveg binda sig við að skifta börnunum eftiraldri. Gáfur, undirbúningur og þroski verður þar líka að koma til greina. Skólinn ælti að standa 5 tíma á dag, frá 10—3. Eldri deildin að koma kl. 10 og vera 5 tíma í skólanum; yngri deildin kl. t. síðar og vera 4 tíma. Báðar deildir nfl. að hætta jafnt, kl. 3. Með þessu móti hefur kennarinn 1 t. á dag, eða 6 t. á viku sem hann getur veitt eldri deild alveg óskifta tilsögn í námsgreinum sem örðugast er að láta báðar deildir verða sam- ferða í. Heyrt hef eg að kennarinn hérna hafi gert einhverja tilraun í þessa átt, en lítið orðið úr, mest vegna þess að strand- að hafi á foreldrunum. Þeir hafi ekki fengist til að láta börnin koma missnemma, þegar fleiri en eitt — á misjöfnum aldri — hafi átt heima á sama bæ. Varla get eg ímyndað mér að þetta hafi komið af öðru en því, að foreldrarnir hafi ekki fyllilega skilið til hvers þetta var gert — að það var verið að gera þetta til þess að börnin lærðu meira — ger* það þeim til góðs. Mér þykir ólíklegt að fólkið í þessari sveit sé mikið stirðlynd- ara og óþýðara til samvinnu við kennara, en annarstaðar. Þessa þrjá vetur, sem eg hefi verið í Siglufirði, hefi eg alt af hagað því svo, að yngsta deild hefur komið kl. t. síðar en hinar deildirnar. Enginn hefur haft neitt á móti því, og þó er ekki hægt að jafna veðri og færð hér saman við snjóinn og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.