Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 8
168 SKOLABLAÐIÐ Frá 10—11 er eldri deildin einsöinul. Þar hefi eg sett 2* tíma í viku fyrir náttúrufræði, 2 fyrir landafræði og 2 fyrir mannkynssögu. Kl. 11 kemur yngri deild og úr því eru báðar d. í timum í einu. Frá 11 —12 hefur y. d. landafr,, náttúrufr. og Islandssögu, 2 tíma í viku til hverrar námsgreinar. 3 dag- ana er e, d. með y. d. í þeim tímum, hlustar á, og ætlast eg til að það sé á við upplestur, á því setn hún hefur lært fyrri árin. En hina 3 dagana skrifar hún á meðan. Kennarinn þarf ekki að sinna e. d. mjög mikið í skriftartímum, — auðvitað nokkuð og verður y. d. þá að bíða á meðan. En sé kennar- inn röskur, og hafi góða stjórn á börnunum, verður töfin mjög lítil. — Frá 12—1 hefur y. d. skrift 4 tíma í viku. Á meðan hefur e. d. ísl. málfræði í 2 tíma Og dönsku í 2. Gott er að láta e. d. skrifa ýmsar málfræðislegar æfingar og hefur kennar- inn þá góðan tíma til að sinna y. d. á meðan. Örðugra er að gera það mikið meðan dönsku tímar eru, enda ætli það ekki að vera nauðsynlegt, því nokkuð áleiðis í skrift munu flest 10 ára börn hér vera komin og eiga líka að vera það. — Endilega finst mér þurfa að taka dönsku ofurlítið með í e. d. Hún er nauðsynleg til undirbúnings undir búnaðarskólana, kvennaskóla og gagnfræðaskóla, þar sem meira eða minna af kenslubókunum er á dönsku. Reikningnum ætla eg 4 tíma á viku. Þar geta báðar deildir alt af verið saman. Hægt er að sinna 15—20 börnum í reikningstíma, þó þau séu í 4 flokkum, hvað þá heidur ef böinin eru ekki nema 10. í lestri, stíium og söng geta börn- iii öll verið saman. í sambandi við lesturinn verður að taka undirstöðuatriði málfræðinnar. Stíla má undirbúa með báðum deildum í einu- Sé t. d. sýndur hlutur tii að skrifa um, lýsir y. d. aðeins einkennunum sem mest ber á, en e. d. gerir iýs- inguna nákvæmari. Eigi að endursegja sögu tekur y. d. bara stærstu drættina, en e. d. fer meira út í smærri atriðin. Yngstu börnunum, eða þeim sem verst eru undirbúin, leiðbeinir kenn- arinn, á meðan inn skrifa. Bókmentir hefi eg sett 2 hálftínia í viku. Þá geri eg ráð fyrir að kennarinn lesi og útskýri fyrir börnunum, auðveldan, fagran skáldskap og segi frá höfundunum. Þar lilusta öll á í einu. Seinasta kl. t., frá 2—3, hefi eg skift í hálftíma kenslustundir og þurfa þá börnin engar frímínútur á

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.