Skólablaðið - 01.06.1913, Síða 2

Skólablaðið - 01.06.1913, Síða 2
82 SKOLABLAÐIÐ 3, að þeir vilji fyrir hugsjónina sfarfa. — Svo myndi það og annarstaðar fara! Látum því ekki þenna tug tuttugustu aldarinnar líða, kæru stéttarsystkin, án þess að við lok hans sé komið starfandi kenn- arafélag í hverri sýslu landsins, sem myndi öflugt samband fyrir alt landið. Þá hugsjónir fæðast. — II. Nú einsetur þú þér, að berjast fyrir stofnun kennarafélags í sýslu þinni. Best er að kynna sér vandlega áður starfsemina frá ýmsum hliðum. Til þess miða »Leiðbeiningarnar«. Næst er svo, að færa stofnunina í tal við stéttarsystkinin, þau sem líklegust eru til samvinnu að nauðsyn- legum undirbúningi. Að því búnu er gefið út fundarboð og í því sé skýrt frá, hvað um sé að vera. Mikið ríðuráað fund- artími og staður sé vel vaiinn. Undir fundarboðið væri æskilegt að fleiri en einn skrifaði. Þegar á stofnfund er komið, gerir fundarboðandi grein fyrir tilefni fundarins, og biður menn að láta álit sitt í ljós. Ennfremur leggur hann fram uppkast að lögum fyrir kennarafélög. Þeir, sem tjá sig fúsa til að gerast stofnendur, ræða þá lagafrv. og breyta eftir vild. Síðan skrifa þeir undir lögin, og er þá þarmeð »hugsjónin fædd«. — Þess skal getið, að sjálfsagt er að bóka gerðir sliks fundar, — og eins, þó að félagsstofnun nái eigi fram að ganga. Ekki er hægt að gefa neina reglu fyrir því, Hve marSir? hve margjr stofnendur eigi að vera. Þó eru 5—7 máske lágmark. Auðvitað fer það eftir kringumstæðum. 5—7 einbeittir eru eins góðir og 10 — 12 hvikulir! A stofnfundi er stjórn kosin. — Eitt fyrsta verk hennar er að afla félaginu nauðsynlegra starfsbóka. Þessvegna þurfa helst fyrstu tillög að greiðast á stofn- fundi. Starfsbækurnar eru: /. Gjörðabók. — í hana skal rita fundargjörðir, nefndarálit, félagsm.tal o. fl. — Best að kaupa strykaðan pappír og láta binda hann í sterkt band. Hæfileg spjaldstærð 7 * 9”.— 2. Gjaldkerabók. — Hæfileg er venjuleg stílabók (í 4 bl. broti) 3. Ritarabók eða bréfabók. — Hentugust spjaldstærð 7 x 9'’.— Félagsstjórnin.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.