Skólablaðið - 01.06.1913, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.06.1913, Qupperneq 7
SKOLABLAÐIÐ 87 Annars má yfirleitt segja, að ekki sé »tugamálsheiti stjórnarinn- arc meiri vandkvæðum bundin en heitin á þeim máls- og vogar- einingum, sem hafa tíðkast hér á landi til þessa og verða víst enn höfð um hríð manna á meðal. Pottur táknar t. d. ílát mis- jafnrar stærðar, og veit eg ekki til að neinn hafi fyrir þá sök vilst á stórum potti og pottmáli. Lóð á metaskálum eru misþung, en þó hafa menn lengi notað orðið lóð um ákveðinn þunga, og ekki borið á, að það liafi valdið misskilningi, enda er lóð haft enn í dag á alþýðumáli um l/9i úr pundi, nærri hálfri öld eftir að heitin kvint og ort voru lögleidd. í »metrakerfislögunum« er arí (af area, óákveðinn, flötur) haft um ákveðna flatarmálsstærð, þótt samhljóða orð hafi alt aðra merk- ingu í íslensku. Það er því fjarstæða að tala um orðarán, þótt óákveðnu stærðarheiti sé gefin ákveðin merking, eða hvað mætti þá segja um þetta orð eða t. d. »gramm«, sem er tír grísku og táknar upphaflega stafstrik, stðan einhverja vegareiningu og loks x/5 úr kvinti. Enn má minnast þess að forfeður vorir tóku upp orðin bók og sta/ur um það sem Latínumenn kölluðu liber og littera, í stað þess að gjöra úr því »líbra« og »Iíttera». Meðan tíðkuð eru í viðskiftalífinu orðin króna og eyrir, sem hvorttveggja hefur aðra merkingu en ákveðinn pening, sýnist það hótfyndni að amast við orðinu röst um ákveðna vegalengd, enda neitar Kl. J. því ekki, að röst geti eins vel táknað km. og aðra lengri eða skemri leið. En þar sem hann gerir þær kröfur til allra máls- og vegareininga (nema frumeininganna ?), að þær beri merkingu sína greinileg með sér, »gjöra nafn sitt kennilegt« eins og hann kemst að orði — þá er það vitaskuld, að þeim kröfum geta »tugamálsheiti stjórnarinnar« ekki fullnægt, enda eru þau engin þýðing á útlendu heitunum og það er víst fullkominn mts- skilningur, að þau hafi nokkurn tima átt að vera það, fremur en hollensku og grísku sérheitin. En er það svo afar-áríðand;, að tengja þessi heiti við talnakerfið, eins og fral^kar hafa gjört, einkanlega þar scm merkingin hlýtur að dyljast öllurn þorra manna, sem aðra tungu talar? Værum vér nokkru bættari með því, að breyta eyn's-heitinu í »centikrónu«? Það er sami galli á samsettu »metraniálsheitunum« og þýðingu/n Bjarna Jóns- sonar frá Vogi, að þau eru »óþœgilcga /öng« (Kl. J.) og et

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.