Skólablaðið - 01.06.1913, Side 9
SKÓLABLAÐIÐ
89
Hvers vegna? »Við viljum að presturinn einn geri það«.
Onóg er það. Eigi guðs orð að hrífa börnin að gagni, þá
megið þið til að styðja prestinn í þessu máli. Því þetta er
hugsun margra:
»Það er ekki að rnarka hvað presturinn segir um trúbrögðin,
það er hans embættisskylda að kenna þau« — »og að leika
trúmanninn!« bæta sumir ga'rungar við. Þessi hugsun eflir efa-
sýkina, sem er öfgatryld rannsóknarþrá.
En viti börnin, að foreldrar, húsbændur og kennarar séu
prestinum samhuga og sammála um trúarefní, þá verður trúar-
áhugi og trú barnanna sterkari, þau ná betri fótfestu og stað-
festu í lífinu.
.En við efumst um það, sem kent er um Krist. Við trú-
um ( rauninni engu af þessunr trúaratriðum.«
Ef þið virkilega hugsið svona, þá er best fyrir ykkur að
tala ekki um trúarmál við börnin. Því ótækt er að telja þeim
trú um það sem maður alls ekki trúir sjálfur. Það væri sama
sem að Ijúga að þeim.
Segja skal börnum altaf sannleikann með kærleika. Skrökva
aldrei að þeim! Munið það!
En samt þarf maður svo sern alls ekki að segja þeim alt
sem manni kemur í hug um trúarmál. Það er hægt að leyna
þau mörgu án þess að Ijúga neitt. Þau spyrja ekki svo mikið
um vandamál trúarlærdómanna.
Svo þótt, til dæmis, kennari sé farinn að efast um einhver
atriði kristindómsins, þá skal hann ekki fara að skýra neitt frá
því. Bíða heldur. Efi sá getur horfið eins og reykur þegar
minst varir.
En satt er það, vandi er að ætla sér að kenna kver og
biflíusögur ef maður trúir ekki því sem þar stendur. Annað
hvort að hræsna, eða þá að kenna andalaust eftir bókunum. Er
þó hræsnin verst.
V.
Ef æskan spillist.
En lnernig á nú að fara með börnin og þá einkum ung-
iingana, þegar þeir þrátt fyrir gott uppeldi og gott eftirdæmi,