Skólablaðið - 01.06.1913, Síða 10

Skólablaðið - 01.06.1913, Síða 10
90 SKOLABLAÐIÐ spillast og leggjast í slark, ólifnað og óráðvendtii, t. d. ofdrykkju, óskírlífi og féglæfra? Um það gefur frelsarinn sjálfur bestu reglurnar í Lúk. 15. kapítula. Snúi hinir ungu frá því illa og vilji bæta sig, þá á að taka á móti þeim með sörnu ástúð og faðirinn gerði við glataða soninn, þetta á að gera eíns þótt brotið sé glæpur. Faðir nokkur átti son er stal og varð fyrir refsingu. Son- urinn iðraðist og varð ráðvandur. En föðurhúsunum var samt vægðarlaust lokað fyrir honum. Aðrir foreldrar áttu dóttur, sem féll í óskírlífi, en sá seinna að sér. Foreldrarnir fyrirgáfu henni ekki, vildu ekki sjá hana. Bæði dæmi þessi sýna, að foreldrar þessir voru mjög ókristi- legir og ómannúðlegir. Að fyrirgefa ekki ástvin, sem vill bæta brotið, er verulegur níðingsháttur. En snúi hinir ungu nú ekki frá því illa heldur haldi áfram í því, þá eru þeir eins og týnd- ir sauðir og tapaðir peningar, og þeirra verður þá að leita og reyna að ná þeim og koma þeim heim, eða með öðrum orðum, fá hann til þess að bæta sig. Strangleikinn einn lrálpar sjaldan að gagni, að minsta kosti á hann ekki við íslenskan æskulýð nú sem stendur. VI. Því spillist æskan? Það er oft heimilunum að kenna. Fyrst og fremst þá, er óregla eða ólifnaður er á heimilinu. Þarnæst því ef heimilin eru leiðinleg og sambúðin kærleikslaus. Eins ef frelsið er of lítið og heimilisreglur of strangar. Óreglan villir og tælir æskulýðinn. En kærleiksleysið og ófrelsið fælir hann frá heimilunum. Ekki spillir vantrúin minst. Trúleysi og léttúð á heimilum vekur efa í ungum hjörtum. Og efi sá getur orðið til þess að unglingurinn fari að spyrja sem svo: »Er nú t. d. ofdrykkjan og lauslætið annars nokkuð ljótt eða syndsamlegt? Lögin refsa því ekki og fólk tekur ekki hart á því, og um »kver- ið« þarf eg ekki að kæra mig þótt það banni slíkt. Kverið er eins og biblían bara mannasetningar.« Ástbrigði, vináttusht og aðrar blekkingar spilla líka mörgum góðum ungling. Og þegar nú æskan fer frá heimilununt og út í verulegan

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.