Skólablaðið - 01.06.1913, Page 11

Skólablaðið - 01.06.1913, Page 11
SKOLABLAÐIÐ 91 soll, og á sér ekkert athvarf lengur, þá fjölga freistíngarnar. Féleysi kemur mörgum þá til að lifa á féglæfrum — og stund- um til þess, sem er ennþá verra. Verður þá surnum að læra þá list að geta siglt í glæpasjónum og »láta geysa gamminn« án þess að rekast neitt á sker laganna. Hugsi enginn, að sið- lögunum sje óhættara en trúnni. Það sýnir Nietzsche hverjum sem vill. Sjá hans Zarathustra. Verndun tannanna. Skólastjóri barnaskólans í Reykjavík afhenti í vor skóla- börnunum lítið spjald, sem ætlast er til að þau hengi yfir þvottaborðið sitt, og eru eftirfarandi reglur um verndun tannanna prentaðar öðrumegin á spjaldið: 1. Skemd kemur sjaldan í hreinar tennur. 2. Skemdar tennur valda miklum sársauka og spilla heils- unni. 3. Matarleifar á tönnum valda skemdum á þeim. 4. Óhreinar tennur skemmast einkum á nóttunni. 5. Hreinsið vandlega allar tennurnar, bæði að utan og innanverðu, áður en þið háttið, og á morgnana líka. 6. Notið lítinn tannbursta með sápu eða krítardufti (tann- púlveri). 7. Haldið tannburstanum hreinum. Notið ekki tannbursta annars manns. 8. Tyggið fæðuna hægt og vandlega. Q. Best er að láta fylla straks allar skemdar tennur, að öðrum kosti draga þær úr. En hinu megin á spjaldið er þetta skráð: í hinu alþjóðalega tannlækninga tímariti hefur Dr. Wotz sýnt framrn á að þýskir verkamenn og konur þeirra, 40 millíónir að tölu, eyði hér um bil 200.000.000 kr. til matar. Af allri þessari fæðu njóta þeir ekki góðs nema lítils hiuta vegna þess að tönnur þeirra eru í svo slæmu ástandi, að

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.