Skólablaðið - 01.06.1913, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.06.1913, Blaðsíða 14
94 SKOLABLAÐIÐ hafsmaðurinn þökk fyrir það, að hann hreyfði hugmyndinni! Og tökum nú á bræður og systur, og hryndum fyrirtækinu hið bráðasta af stað! »Nái tíu taki tekst þeim margt á degi«. Spurningar og svör. Er ekki kennari skyldur að prófa barn í almennum brot- um — þótt prófdómari mæli á móti því — ef það er kom- ið svo langt í reikning, þó það eigi ekki að taka fullnaðar- próf. Prófdómarinn ræður því, hvaða verkefni hann leggur fyrir börnin til úrlausnar af því, sem þau hafa lært. Aurasjóðmrnm fjöigar. Valdimar skólakennari Sigurðsson stofnar til aurasjóðs við Norðfjarðar skólann á næsta hausti. Verða þeir ekki fleiri, sem gjöra slíkt hið sama? Aurasjóður barnaskólans í Rvík var í skólaárs byrjun í haust...........................................kr. 6754.44 í vetur hefur safnast............................ — 1582.32 Sjóðurinn er því nú.............................kr. 8336 76 það er eign skólabarnanna í Reykjavík í sparimerkjum. Hvar væri þetta fé, ef börnunum hefði ekki verið gef- ið tækifæri til að geyma það á þennan hátt? Líklega að rnestu leyti eytt, fáum til gleði og engum til nytsemdar.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.