Skólablaðið - 01.02.1914, Page 4

Skólablaðið - 01.02.1914, Page 4
20 SKÖLABLAÐIÐ í þessu ríki, maður sem ekki stendur á sama um, og honum vex ást á skólanum og ábyrgðartilfinning fyrir öllu sem þar gerist. Hann hefur ekki gaman af »að skemma skólans muni«, og langar ekkert til að kvekkja sinn góða samverkainann, kennarann, né gera honum ilt í skapi; hann letur en hvetur ekki til nokkurs konar óreglu, því að skólans óvirðing er hans eigin óvirðing. Hann finnur að hann tekur þátt í stjórn skólans, og hann lærir um leið að stjórna sjálfum sér. Hann veit vel, að vald hans nær ekki langt, en hann finnur líka að hann er frjáls, og að hann hefur leyfi til að hugsa og álykta. Það reynist honum betra ögunarmeðal en hitt; að gera ekki annað en að eíga að hlýða boði og banni annara, eins og viljalaust verkfæri, — »því að skólarnir eru að ala upp frjálsa borgara en ekki þræ!a.« Sú skoðun á, ef til vill, skamt ólifað, að einveldi, ef ekki harðstjórn, sé nauðsynlegt til að halda aga í skóium. Tilvera skóla verður þá ekki undir einum manni komin, skólastjóranum. Barnaskólar Svisslendinga eiga sér engan skólastjóra. Kennararnir, þó 30—40 séu við sama skólann, hafa allir jafn- mikil völd og eru allir jafn réttháir; og alt fer vel. Mentaskólinn. i. Þegar nafni og fyrirkomulagi gamla lærða- eða latínuskólans var breytt hér á árunum, fornmálunum hrundið úr æðsta sessi, en annað hafið til vegs og valda, og tekin upp skifting í tvær sjálfstæðar deildir, gagnfræða- og lærdómsdeild, mun hafa vakað fyrir höfundunum að sníða gamh skólanum öllum nýjan og betri stakk. Hitt var víst eigi síður ásetningurinn, að búa til úr 3 neðri bekkjum skólans sjálfstæða mentastofnun, er veitti hag- felda fræðslu, ekki aðeins þeim, er svo mundu halda áfram á mentabrautinni, heldur og mörgum öðrum, er þar létu staðar numið; hefði þeim ekki gengið það til, væri skiftingin ástæðulaus. — Hvernig hefur nú rætst úr vonunum? Líklega talsvert öðru- vísi en til var ætlast. Þeir eru eigi fáir, hér og annarstaðar,

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.