Skólablaðið - 01.09.1914, Side 2

Skólablaðið - 01.09.1914, Side 2
130 SKOLABL.AÐIÐ skuldinni á þá og fjargviðrast yfir ónytjungsskap kennaranna, dauðadæma fræðslulögin, sem þeir hafa sjá'fir vanrækt að hlýða. Það er kvartað um það, að heimilin slái æ slakara við barnafræðsluna, og vilji kasta allri sinni áhyggju upp á meira eða minna ófullkomna farskóla. Það er ekkert undarlegt að þau geri það, ef þeim er látið haldast það uppi. En hverjum er neita um að kenna? Engum öðrum en kennurum, fræðslunefndum og skólanefndum, Nefndirnar og kennarinn hafa rétt til að neita ólæsum og óskrifandi börnum um ókeypis kenslu. Sveitasjóðir og landsjóður, sem halda uppi kenslu 10—14 ára barna, eiga ekki að kosta kenslu í lestri og skrift frá rótum. En auðvitað þurfa skólarnir að laga lestur og skrift, og meira verðrn þeim ekki ætlað, einkuni ekki að kenna lestur frá fyrstu gerð. Hví skyldi heimilunum vera gert að kenna lestur? Auðvitað af því að skólunum og þó einkum farskólunum var ekki treyst til þess. Má vera að sum heimilin geti það ekki, en þá er það þeirra að fá hjálp til þess, og það á eigin kostnað. En hitt er víst, að mörg heimili, sem undanfarin ár hafa sent farskólunum ólæs börn og með því tafið skólavinnuna ótilhlýðilega, hefðu getað kent lestur, ef þau hefðu nent því. Lesturinn er aðalundírstöðuatriði allrar bókfræðslu, eins og allir vila, og því verður að leggja rækt við hann öllum náms- greinum fremur. Með þeirri lestrarkensluaðferð, sem hér er notuð, geta ailir kent að lesa sem læsir eru sjálíir, þó að það sé misjafnlega vel gert. Víst er nóg annað að gera á flestum heimilum en að sitja við að kenna Ieslur, en hvar sem einhver inanneskja er á heimilinu, sem nennir að segja barni til í lestri stundarkorn á hverjum degi að vetrinum til, þar verður vand- ræðalaust að kenna lesturinn. Og þetta á sér víðast stað. Skólanefndir og kennarar verða því að heimta það harðri hendi, að heimilin ræki þessa skyldu sína. Mætti reyna að minna á hvílík skömm það er fyrir heimilisfeður að senda frá sér til frekari kenslu 10 ára gömul börn svo að segja ólæs óg auð- vitað vankunnandi um alla aðra hluti.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.