Skólablaðið - 01.09.1914, Side 9

Skólablaðið - 01.09.1914, Side 9
SKÖLABLAÐIÐ 137 úr starfsmönnum sínum, — sæmra væri því að hugsa ekki um að teljast til mannaðra þjóðfélaga. Sæmra væri því að rífa niður kennaraskóla sinn til grunna og breyta öllum barnaskólum landsins í grásleppuhjalla en selja svo marga unga menn og efnilega, sem það nú gerir, í hendur fátækt- ar, hörmunga og tímanlegrar glötunnar. Nefndinni, sem ég að framan vitnaði til, farast svo orð um afleiðingarnar af svona lágu barnakennarakaupi, sem þeir nú búa við. „Bersýnileg afleiðing af svona lágu kennarakaupi, í samanburði við laun annara starfsmanna, er sú, að fáir einir hafa skap til að gera barnakenslu að æfistarfi sínu og leggja á hana allan hug. Flestir hlaupa að henni til bráðabyrgða, þangað til ann- að arðvænlegra býðst. Er þá hætt við að starfið verði ekki unnið af þeirri alúð, sem kennarastarfið útheimtir flestum störfum fremur, og má það vel verða þjóðinni meiri skaði en tölum verði talinn". Rétt er þetta hjá nefndinni, en þó er það óathugað, að kennarar, sem varið hafa ef til vill 5— 8 árum aðeins til að búa sig undir þetta starf, sem nokkrir hafa gert, þá hverfa þeir ekki frá kenslunni, þótt skóiinn kreppi að. Veldur þv? aðallega tvent: fyrst það, að þeir sem hafa búið sig svo rækilega undir þetta starf, hata að náttúrunni hneigst að því og vilja vinna það verk fremur öðrum; annað hitt, að þótt þeir hafi búið sig undir þetta sérstaka verk, þá eru ekki á boðstólum sýslanir, sem að öllu eru samsvarandi þeirra mentun. þó eru þess dæmi, að kennaraskólamenn hafa gerst verslunarmenn, póstþjónar, kaupmenn, skrifarar, fiski- saiar, bændur og keýrslumenn, einmitt af því að þeim hefir þótt það arðvænlegra. lcið Þing °g þjóð kemst ekki hjá því til lengdar að tn hækka laun barnakennara. Kennarar eru komnir launa af stað. Og þeir hætta nú ekki fyr en einhverjar bóta. réttarbætur fást. Kennarasíéttin verður að segja hag sinn eins og hann er. Hún verður að gera fjárveitingar-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.