Skólablaðið - 01.09.1914, Blaðsíða 10
138
SKOLABLAÐIÐ
valdinu skiljanlegt, að meðan hún býr við þessi laun, þessi
kjör, nýtur hún sín í engu.
Deila má um það, hver leið sé hyggilegust í þessu máli.
Komið gæti til mála að breyta fræðslulögunum, en sú leið
myndi varla hyggilegust eins og nú stendur á.
Fræðslumálastjórinn hefir bent á eina leið, og að henni
hallast nefndin, sem um þetta mál fjallaði á síðast iiðna
vori. Hún segir svo: „Ekki sjáum vér annað ráða til um-
bóta á vandræðum þessum, að svo stöddu, en biðja alþingi
að hlaupa undir bagga og leggja fram nokkurt fé úr lands-
sjóði, um fram það sem nú er gert, til að bæta laun kenn-
ara og gera kennarastöðuna viðværilegri til frambúðar. í
því skyni viidum vér leggja það til, að hækkunin kæmi
ekki fyr en eftir nokkurra ára starf og færi hækkandi eftir
starfsárafjöida. þá vildum vér einnig að launahækkunin
gæti stutt að því að fjölga til frambúðar í kennarastöðu,
þeim mönnum, sem nokkur trygging er fyrir að séu henni
vaxnir. Vildum vér því að þeim kennurum væri gert hærra
undirhöfði en öðrum, sem tekið hafa kennarapróf, án þess
þó að útiloka aðra, því að vitanlega geta alt eins góðir
kennarar verið í þeirra tölu. þar verður mikill vandi að
gera greinarmuninn: Hugkvæmist oss ekki annað betra ráð
en að fara eftir starfsárafjöldanum, því að bæði vex kenn-
urum reynsla og æfing með árunum, og auk þess er líklegt
að fræðslunefndin vilji ekki sitja til lengdar með ónýta
kennara, ef nóg er af öðrum betri.
Ætlumst vér til að 5 ára kenslustarf veiti sömu verð-
leika sem kennarapróf eins og nú gildir um inntöku á fram-
haldsnámskeið Kennaraskólans.
þeim kennurum fer sífeit f'jölgandi, er hafa kennara-
próf, útskrifast af kennaraskólanum um 20 á ári.
Veturinn 1908—9 voru kennarar með prófi 69, en próf-
lausir 239. En veturinn 1911 —12 voru kennarar með prófi
orðnir 96, en hinir 199w.
ij i ■ Vegna þess að gjaldþol sveita og bæja er lítið
laun Viliinn ^V1 m*nn*> er sn leiÖin, sem hér að
framan er bent á, hin heppilegasta, sú að leita