Skólablaðið - 01.09.1914, Page 11

Skólablaðið - 01.09.1914, Page 11
SKOLABLAÐIÐ 139 til landssjóðs. í nefndaráliti þessarar sömu nefndar er skýrt bent á, hvernig hún hugsar sér þessi uppbótarlaun. Hún segir í nefndaráliti sínu: „Vér höfum þá hugsað oss að kennurum væri skift í 4 flokka. í fyrsta flokki kennarar með prófi, er kent hafa í 5 ár og próflausir sem kent hafa í 10 ár, í öðrum flokki þeir sem kent hafa 5 árum lengur, 10 og 15, í þriðja flokki þeir sem enn hafa kent 5 ár, 15 og 20 og í fjórða flokki þeir sem kent hafa 5 ár til, eða meira, 20 og 25. Vildum vér svo að þess væri farið á leit við alþingi, að það veitti á fjárlögum fé, sem nægði til þess að fyrsti flokkur fengi 100 kr. launaviðbót árlega, annar flokkur 250 kr., þriðji flokkur 400 kr., og fjórði flokkur 600 krónur". þessar tillögur féllst stjórn hins íslenska Kennarafélags á. Formaður félagsins afgreiddi svo beiðni þessa til alþing- is síðastiiðið sumar. Fengjust nú þegar þessar réttatbætur, þá myndu kennar- ar una því allvel fyrst um sinn. Ríkissjóður Dana veitir dönsKum barnakennurum 200 kr. í viðaukalaun hverjum, fjórða hvert starfsár upp í 1000 kr. þó hafa danskir barnakennarar fjórfalt hærri laun al- ment fyrir en íslenskir kennarar, margir sex til sjöfalt hærri laun. Og að auki hafa sveitakennarar þar ýms hlunn- ndi svo sem frítt ljós, hita, íbúð, jarðarskika og Heira og fleira, Enn fremur eiga danskir barnakennarar sér eftirlauna- sjóð. Sá sem kent hefir 10 ár fær, eftir að hann er hættur kenslu 50% af launum sínum, en hætti hann ■ eftir 20 ára þjónustu, þá fær hann % launa sinna. En hér hjá okkur mega kennararnir fara á sveitina í elli sinni og eru það launin fyrir unnið starf. þess skal þó getið, að þeim er mögulegt að fá styrk — fátækra styrk — úr styrktarsjóði barnakennara. En sá fátækrastyrkur getur verið vel þeginn í sárustu neyð. Eins og fyr er sagt sinti þingið ekki beiðni barnakenn- ara í fyrra. Nú í vetur kaus kemarafélag barnaskólans í Reykjavík nefnd manna til þess að halda launamálinu vak-

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.