Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 12
188
SKÓLABLAÐIÐ
Margt er enn ófullkomið við þessar mælingar Jóns
skólastjóra, en hann hyggur að fullkomna þær, og stendur
til í vetur að mæla öndun og krafta. Áhöld til þess fær
hann fyrst í vetur; þau voru pöntuð af honum í tíma, en
eru enn því miður ókomin.
Allir skólar ættu að taka upp slíkar rannsóknir á lík-
amsþroska barna. Mælistiku er ofur einfalt að setja á dyru-
staf í skólastofunni. Vog þarf skólinn að eignast og eins
öndunarmælí og kraftmæli; verð þeirra getur auðvitað verið
misjafnt eftir gæðum og fegurð, en varla myndu öll áhöldin
kosta yfir 50 kr.
Nokkur áhrif hefur það haft á rannsókn þessa á Sauð-
árkróki, að veikindi gengu þar þennan vetur, og veiktust
flest skólabörnin meira eða minna.
Spurningar og svör.
1. Ef sveitafélög reisa sér hús til barnafræðslu, og fylgja
ekki þeim reglum, sem settar eru um stærðir húsanna,
geia þau þá vænst landsjóðsstyrks? (NB. Barnafjöld-
inn væri ekki eftir loftrými hússins). Fá einstakir menn
einnig styrk til skólahússbyggingar, ef þeir vildu hjálpa
með því fátæku sveitarfélagi, og mundi hann verða að
tiltölu eins eða hærri eða lægri?
2. í fræðslulögunum stendur, að farskólakennarar eigi að
hafa auk fœðis, húsnœðis og þjónustu að minsta kosti
6 kr. kaup fyrir hverja viku. En svo er dregið af
þessu kaupi 44 kr. — fyrir tjós og hita — og kaup
kennarans verður þá 100 kr. og alt frítt — fyrir 6
mánuðina. Er þetta löglegt?
3. Er eg skyldugur til að fara kanske dagleið í næsta
kaupstað til að kaupa pappír og penna og blek og
kenslubæKur handa barni mínu, þegar ekkert af þessu