Skólablaðið - 01.12.1914, Qupperneq 16

Skólablaðið - 01.12.1914, Qupperneq 16
192 SKOLABLAÐIÐ Takmark móðurmálskenslunnar í barnaskólunum er ekki. það eitt, að börnin verði lesandi og skrifandi, heldur það, og einkanlega það, að þau verði hugsandi. því má kenn- arinn aldrei gleyma. En hann má ekki heldur gleyma því, að kenna börn- unum að tala. Hvernig talar ómentaður maður ? Og hvernig talar mentaður maður ? Hvernig fer ómentaði maðurinn með móðurmálið sitt — í riti og ræðu ? (N. J. E). Ungmennaskólirm að Núpi í Dýrafirði var settur laugardaginn fyrstan í vetri. Nemend- ur 25, allir af Vestfjörðum, nema einn úr Eyjafirði. Myndaður er vísir til bókasafns við skólann með því að cand. Einar Gunnarsson í Reykjavík hefur gefið honum um 50 bindi stærri og smærri af ýmsum bókum. Sömuleiðis hafa fyrri nemendur skólans sent honum í haust 70 kr. til bókakaupa, er bætist við það, er hann átti áður til (sbr. síðustu skólaskýrslu) til þeirra nota. Hr. Einar Gunnarsson hefur einnig gefið skólanum nokk- ur eintök af smá-skriðdýrum og skordýrum frá Suður-Afríku, ^ þessa árs byrjun var Skólablaðið ^ O 'OvaOXO, $ent fræðslunefndum, sem ekki voru áður kaupendur blaðsins, og þær beðnar að gera ritstjóra sem fyrst aðvart, er ekki vildu gerast icaupendur þess. Sumar þeirra hafa beðið að senda sér blaðið ekki áfram, venjulega af því, að einhver nefndarmanna hefur þá haldið það áður. En þær nefndir, sem ekki hafa sent blaðið til baka, eða beðist undan að það væri sent, fyrir lokþessa árs, verða skoðaðar sem kaupendur áfram og blaðið sent þeim einnig næsta ár. Allir kaupendur gera blaðinu greiða með því að borga þennan árgang og eldri skuldir sem fyrst. Útgefandi: Jón Pórarinsson. — Prentsmiðja Sveins Oddssonar

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.