Skólablaðið - 01.11.1916, Page 7
SKÓLABLAÐIÐ
1674
þið ynduS ykkur hvergi i Rvik betur en hér í skólanum, og
þætti ekki annar félagsskapur fýsilegri en sá, sem þiS eigið
hér kost ykkar í milli sjálfra.
ÞaS er skrítiS, hvernig andstæSar hugsanir draga stundum
hver aSra eftir sér. Þegar mér datt í hug skólabragurinn og
andinn, sem eg vil láta ríkja milli okkar, þá datt mér i hug
annar skóli, sem viS höfum öll heyrt nefndan, en ekkert okkar
í komiS, sem betur fer. ÞaS var Svartiskóli. ViS könnumst öll
viS hann úr þjóSsögunum. Um skólalífiS þar vitum viS aS
vísu ekki mikiS, þó aS margur góSur íslendingurinn kæmi
þar og nokkrar fari af honum sögurnar. Tvent er þaS einkum,
sem eftirtekt vekur, þaS fyrst, aS höfuSkennarinn er sjálfur
höfuSóvinur allra manna, og þá einnig lærisveina sinna. Hann
kennir þeim fánýt fræSi til fordildar og stundar hagsmuna, en
vill hafa í móti þaS, sem öllum mönnum er dýrmætast, sálir
sjálfra þeirra. Þess vegna eru sifeldar viSsjár meS honum og
þeim. Hitt er annaS, aS þar ganga öll metorS niSur á viS. Auð-
vitaS alt öfugt viS þaS sem vera á. ÞaS er eins og í sögunum
um nykrana og öfuguggana; á þeim horfa hófarnir aftur og
uggarnir öfugt; enda eru þau illkvikindi af sama toga spunnin
og Svartiskóli. Þó aS við höfum engin veriS í Svartaskóla, þá
munum viS sumir hinir eldri menn aS minsta kosti eftir ýmis-
legu úr skólalífnu, sem minnir á öfugstreymiS í Svartaskóla.
Eg man t. d. eftir því aS einhverjir félagar mínir áttu eSa þótt-
ust eiga einum kennaranum eitthvaS vanhefnt, og gerSi þá
allur bekkurinn samtök um aS standa sig allir sem verst í
námsgrein kennarans viS miSsvetrarpróf, honum til striSs og
skapraunar, og var verSlaunum heitiS þeim, er léti í té verstu
frammistöSuna. MetorSin gengu þar niSur á viS eins og í
Svartaskóla, og hugarþeliS til kennarans minnir á sama skóla.
Hvorttveggja þveröfugt viS þaS sem eSlilegt er og á aS;
vera. Á sama skóla minnir og sá hugsunarháttur, sem eg man
vel eftir, aS þykja minkun aS því aS lesa vel, stunda nám sitt
af kappi, og var búiS til niSrunarnafn á slíka pilta, er svo fóru
aS ráSi sínu, og því óspart beitt. Hitt var sæmd aS lesa lítið,
«n fá þó helst góSar einkunnir meS brögSum eSa heppni, eSa
þá af þessum makalausu gáfum, sem náttúran hafSi gefiS hlut-
aSeigandi óskasyni sínum svona í heimanmund, svo aS hann