Skólablaðið - 01.08.1920, Síða 1
SKÓLABLAÐIÐ
ÚTGEFANDI: HELGI HJÖRVAR
XII. ÁR. ÁGÖST 15)20. 8. BLAÐ,
t
Pálmi yfirkennari Pálsson
fæddist að Tjörnum, fremsta bæ í Eyjafiröi aö austanverðu,
21. nóvember 1859. Foreldrar hans voru Páll Steinsson og
kona hans María Jónsdóttir, mestu merkis hjón. Bjó faöir
Pálma allan búskap sinn a'ð Tjörnum við bestu efni, enda
var hann mesti búhöldur. Uröu Tjarnir fyrirmyndar heimili
í höndum foreldra Pálma. Páll ljet plægja móa einn vi'S túnið
og breytti honum í tún; ramgerðan túngarS bygði hann um
túnið. Voru bæöi þessi mannvirki næsta fátíö i Eyjafiröi um
þær mundir. Hús öll bygði hann á jörðinni, traust og hagan-
leg, og stóð hann sjálfur fyrir smíðinni, þvi aö hann var smiður
góöur og manna verkhagastur. Fór mikið orð af mannvirkj-
um og híbýlaprýöi að Tjörnum, og gerðu margir, utan úr
sveitinni, sjer ferð þangað um helgar á sumrum til aö skoöa
sig þar um og njóta gestrisni húsbændanna.
Viö þennan heimilisbrag ólst Pálmi Pálsson upp, og mun í
fyrstu hafa verið tilætlunin, að hann yrði bóndi og tæki við
búi að Tjörnum, ef svo vildi ráðast, enda var það þá ótítt
í Eyjafirði, eins og reyndar víðar, að bændur settu sonu sína
til bóknáms. Þó atvikaðist svo, að hann var til náms settur;
ljet honum námið vel, því að gáfur hans vo'ru drjúgar og
farsælar. Sparði faðir hans ekkert til þess hann gæti stundaö
námið tálmanalaust, innan lands og utan; þó hafði hann orð
á þvi, að í raun rjettri hefði það verið skaði, að Pálmi- sinn
hefði ekki orðið bóndi og smiður, þvi að til þess hefði hann
verið svo vel fallinn.
Pálmi Pálsson útskrifaðist úr latinuskólanum vorið 1880,