Skólablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.12.1920, Blaðsíða 4
SKÓLABLAÐIÐ i6o höfund grunar. Kennarar hjer í Reykjavík hafa fyrir löngu fært í tal sín í rnilli nauösyn þessa máls, öflugri fjelagsskap- ar og allsherjar fundar meS kennurum, til a8 skipa stjettar- málum sínum. En ekki þótti ráS að hreyfa þessu enn í sumar leiö. En nú upp á síhkastiö hefir SkólablaSiS haft veöur af því, aö kennarar víös vegar um land eru farnir aS hugsa til fjelagsskapar rneira en áöur. Og loks kemur þessi grein Snorra Sigfússonar skólastjóra á Flateyri, og munu margir kennarar taka undir tillögur hans. „Kennarafjelag barnaskóla Reykjavikur“ hefir nú þegar hafist handa í málinu, og leitaS til kennara úti um land um samtök í þessa átt. Er svo ráö fyrir gert, aS kennarar gætu skipaS sjer eitthvaö saman þegar fyrir næsta þing, í miöjuin fehrúar, og rná vel svo fara, a8 þess gerist full þörf. Þá er og hugsað til þess, a'ö koma á almennum kennarafundi i vor, hjer í Reykjavík. Enginn efi er á því, aö hver nýtur kennari gerir sjer það ijóst, aö kennarastjettin verður aö taka á móti auknum rjett- indum og bætturn kjörum „meö fullum skilningi á ábyrgö þeirri, er þau leggja oss á heröar", eins og Snorri Sigfús- son kemst rjettilega aö oröi. Kennurum er þaö brýn nauö- syn, jafnvel frernur en öörum stjettum, aö bindast samtökum ti' aö gæta rjettinda sinna. En þaö er ekki nema önnur hlið málsins. Fræðslumál hjer á landi eru í mörgu mjög erfið viö- fangs, og auövitaö er engum skyldara en kennarastjettinni aö leggja frarn krafta sína til úrlausnar á þeim. Og þó aö kennurum þyki nokkur ljóöur á rjettarbótum sjer til handa, eöa taki því ekki meö þökkum, aö einstakir ráö- herrar skeri þeim lög og skapi, eftir geöþótta, þá er ekki nerna rjett og skylt aö minnast þess, að bæöi jring og stjórn hafa hjer í rnörgu átt úr vöndu að ráöa. Svo best getur kennarstjettin haldiö fram fullum rjettar- kröfum sínum, aö hún hafi rækt skyldur sínar af fremsta megni. En þaö er brýn skylda stjettarinnar, aö vinna sarnan af eindrægni og alvöru aö umbótum og framförum í uppeldis-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.