Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 2
50 SKÓLABLAÐIÐ Mai 1921 arar var aftur fenginn þjóðkunnur gras- fræðingur. Enginn reyndi, mjer vitan- lega, að hliðra svo til, að grasfræðingur kendi grasfræði og landfræði í Kenn- araskólanum, en stærðfræðingur stærð- fræði í Mentaskólanum. Fátt sýnir betur en þessi dæmi, hversu skaðsamlegt ólag er á kenslu- málum vorum. Slíkt skipulag er öllum aðiljum jafnóholt, hlutaðeigandi skól- um, nemöndum og kennurum. Kenslumálastjórn landsins virðist sorglega skorta skilning á þessu atriði. I vetur var þessi grasfræðingur látinn kenna í Kennaraskólanum dönsku,þessa merkilegu námsgrein, er hver „sigldur“ íslendingur og skólagenginn unglingur virðist geta kent svo, að þeim sjálfum þyki viðunandi og nemöndum sínum fullboðlegt. En hún getur verið þeim, sem stendur ekki á sama um gagn og árangur leiðbeininga sinna, hvimleið kenslugrein. þess eru dæmi, að k ú g a hefir átt einn kennara Kennaraskólans til að kenna þessi fríðu fræði, dönsk- una og fylgjur hennar. Og síðan er ekki liðinn lengri tími en einn íslenskur vetur. Að líkindum hefði þeirri viður- eign kenslumálastjómar og hlutaðeig- andi kennara lokið með skelfingu, ef meðallagi fimur og laginn meistari hefði þá stýrt Kennaraskólanum. Kennari sá, er hjer átti hlut að máli, þóttist ekki vel til dönskukenslu fallinn, með því að hann ber þessa dýru frændtungu móð- urmáls vors illa fram. En í dönskunámi sæmilega þroskaðra nemanda íslenskra er framburður einmitt hið eina nauðsyn- lega, er þeir þarfnast óhjákvæmilega til- sagnar í. Framburð geta þeir ekki kent sjer sjálfir, svo að í nokkru lagi sje1) x) Ef til vill verður nú einhverjum hugs- að tii dönsku stilanna, er í hverri skóla- nefnu hjer á landi þykja jafn-ómissandi nemöndum til andlegrar heilsu og þroska Bauðst kennarinn til að kaupa á sinn kostnað handa skólanum þá dönsku- kenslu, er þröngva átti honum til að mannspilla sjer á, og er hann þó enginn auðkýfingur. En fyrst seint og síðar- meir vildi kenslumálastjóm vor þekkj- ast slíkt kostaboð. „Viljugan er hvern best að kaupa“, sagði öðlingurinn Sigvaldi prestur við Staðar-Gunnu. Stjórnendur kenslumála vorra ættu að hafa þetta ráð. þau era ósýn með öllu, not þeirrar kenslu, er menn fást nauðugir við. það verk eitt verður til langframa vel gert, er unnið er af starfreifum hug. Af upphafi greinar þessarar má mönn- um skiljast, hversu sú notkun kenslu- krafta, er hjer hefir verið frá sagt, fer í bága við heilbrigða skynsemi og hag- sýni. En með því að ýmsum, meira að segja mætustu mönnum, er margt óljóst í þessu efni, mun ekki vanþörf á að skýra þetta atriði nokkru gerr. Mjer er sem jeg heyri eina athuga- semd: Hún er sú, að ekki hafi allir sjer- fræðingar reynst svo vel í kennarastöð- um, að vert sje að vera mjög ginkeypt- ur fyrir lávörðum þeim. Dæmifróðir menn minna ef til vill á, að smiðir, er aldrei hafa tilsagnar notið, smíði stund- um betur en sprenglærðir og „sigldir“ smiðir með prýðilegt sveinsbrjef og fjölda meðmæla í höndunum. Vitaskuld kunna allir — eða þykjast kunna — næg dæmi slíks. En myndu lærðum smiðum láta betur þær smíðar, er þeir hafa lítt eður ekki fengið oa: nýmjólk unghörnum til vaxtar og fram- fara. En það er áreiðanlega ekki hlutverk Kennaraskólans að húa íslenska harnakenn- ara undir að verða danskir rithöfundar. Ef Kennaraskólinn nær þrifum og þroska, verð- ur danski stíllinn rekinn þaðan út og ein- hver námsgrein með meira menningargildi sett í sæti hans.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.