Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 5
Maí 1921 SKÓLABLAÐIÐ 53 ekki veri eins kröfuharður í þessu efni og jeg vildi, vegna þess að dýrtíðin hef- ir til þessa verið því til fyrirstöðu, að hrepparnir kæmu sjer upp viðunandi skólastofum, en vonandi batna tímamir svo, að á þessu verði bót ráðin. Væri þá óskandi, að landsstjórnin gæfi ákveðnar reglur um fyrirkomulag skóla, svo að sjálfsögðustu kröfum yrði að minsta kosti fullnægt, eins og t. d. að forstofa sje eða herbergi, þar sem börnin geti hengt föt sín, verkað af fótunum og skift um skó, að þau geti þvegið sjer um hendurnar, að salemi sje í lagi (og þau þurfi ekki að fara út í fjós), að birta og loftrými sje í lagi og að hægt sje að opna glugga eða loftrás o. fl. Jeg er vanur að mæla hæð og þyngd barnanna og hefi jeg sent prófessor Guðm. Hannessyni skýrslu um þær mælingar, bæði í fyrra og í ár. Enn- fremur athuga jeg þrif og þroska bam- anna, aðgæti hörund þeirra og eitla, lús í hári, tannskemdir og hlusta lungun. En þetta ár prófaði jeg öll börnin með túberkólíni, eins og áður er skýrt frá. Börnin,er jeg skoðaði í bamaskóla Akureyrar í haust, voru 186. Af þeim höfðu 140 (79%) skemdar tennur, 34 voru lúsug (19,9%), 34 kirtlaveik eða að einhverju leyti þroskalítil (18,3 %). Sveitabörnin voru 208. Af þeim höfðu 129 (62%) skemdar tennur; 49 voru lúsug (23,5%) ; 41 kirtlaveik eða las- burða (18,3%). Hvergi fann jeg nein börn nje kenn- ara haldin af næmum sjúkdómi, er hindraði starf og skólagöngu. Síðan fyrsta opinbera skólaskoðunin fór fram fyrir 4 árum síðan, hefir út- koman verið nokkuð svipuð um heilsu- far bamanna, nema lús hefir heldur minkað. það gengur seint að útrýma þeim ófögnuði hvað þá öðrum kvillum. það er þó orðið sjaldgæft, að sjá menn „skríða“ í lús, eins og fyrrum, heldur er það aðeins nit, sem sjest í hárinu, og þá einkum á stúlkubörnum. Jeg hefi ráðlagt sem handhægasta aðferð til þess að útrýma nit, að kemba hárið nokkur kvöld úr steinolíu eða volgu ediki til að drepa og leysa upp nitina. Betur líst mjer þó á aðferð þá, sem jeg hefi ný- lega lesið um að tíðkist í Austurríki og þýskalandi og reynst hefir vel á styrj- aldarárunum: Blanda skal saman stein- olíu og bómolíu til helminga, nugga blöndunni inn í hárið á hverju kvöldi, hjúpa hárið með hettu (helst úr vax- dúk) yfir nóttina og þvo síðan hárið úr volgu grænsápuvatni morguninn eftir og kemba úr volgu ediki. þetta hrífur á fáum dögum. Mætti þannig útrýma í snatri allri lús úr landinu og leita síðan þjóðaratkvæðis um aðflutningsbann. Sveitabörn þroskaðri en kaupstaðabörn. Á hverju hausti hefir það vakið eft- irtekt mína við skólaskoðunina, hvað sveitabömin eru yfirleitt þroskameiri og hraustlegri en Akureyrarbörnin. Jeg geri ráð fyrir, að aðrir hjeraðslæknar verði varir við svipaðan mismun á skólabörnum í sveitum og í sjóþorpum. Verður fróðlegt að fá yfirlitstöflur yfir landið í heild sinni, þegar unnið verður úr skýrslum hjeraðslækna þessu að- lútandi. Mínar tölur eru ekki nógu margar til að fella almennan dóm, en þær tala þó greinilega hvað þetta hjerað snertir. Læt jeg hjer nægja, að setja töflu yfir meðalþyngd kaupstaðar- og sveitabama þeirra, er jeg hefi skoðað þetta ár. Hæð barnanna fylgir hlutfalls- lega þyngdinni og hefi jeg því slept henni, svo að taflan sje greinilegri. A k u r e y r i S v e i t Aldur Drengir Stúlkur Drengir Stúlkur 10 ára 29,2 kg. 29 kg. 31,0 kg. 31,0 kg. 11 — 32,0 — 30,6 — 33,0 — 33,0 — 12 — 34,5 — 34,7 — 36,0 — 37,0 — 13 — 35,3 — 40,9 — 40,0 — 42,0 —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.