Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 6
54 SKÓLABLAÐIÐ Mat 1921 Taflan sýnir ljóslega yfirburði sveita- bamanna að líkamsþunga. Enn þá betur sjest þó munurinn, er við tökum til sam- anburðar stærstu og minstu bömin í bæ og sveit. Tek jeg t. d. börn 13 ára. A k u r e y r i S v e i t Drengir ljettasti 30 kg. 32 kg. þyngsti 44 — 52,5 — Stúlkur ljettasta 30 — 33,5 þyngsta 45 — 57 — Með öðrum orðum: Hvort sem við tökum ljettasta eða þyngsta kaupstað- arbamið og hvort sem er drengur eða stúlka, þá vegur hvomgt á móti tilsvar- andi sveitabami. Og stærsti sveita- drengurinn er 8V2 kg. þyngri en stærsti Akureyrardrengur. En stærsta sveitar- drósin 12 — tólf — kílógrömmum þyngri en sú stærsta jafnaldra á Akur- eyri. Jeg hefi í vetur athugað barnaskóla- bömin hjer í bænum þrívegis — nóv., jan. og maí — og vigtað þau í hvert skifti. (Vigtin er ágætur leiðarvísir til að sýna heilsufar bama, eins og reynd- ar allra. Framför í vigt er heilsumerki, en hið gagnstæða sjúkdómsmerki, og þarf þá læknisskoðunar, og oft niður- staðan, að um skólagöngu sje ekki að ræða, að minsta kosti um tíma.) I sveitaskólunum hefi jeg beðið kennarana að vigta bömin í lok skóla- tímans til að sjá muninn frá vigtinni um haustið. Mjer hefir gengið treglega að fá þá til þess, en af þeim skýrslum, sem jeg hefi fengið, sje jeg greinilega, að þroskaframfarir sveitabamanna eru yf- irleitt töluvert meiri en kaupstaðar- bamanna — stundum svo furðu gegnir, t. d. að drengir þyngjast um 8 kíló (16 pund), en stúlkur um 9 kiló (18 pd.) á tímabilinu frá 1. nóv. til 1. apríl. Slíks eru ekki dæmi á Akureyri. Mesta þyngdaraukning þar var, að stúlka þyngdist um 8 kg. og drengur um 7 kíló, en hvorttveggja var alveg sjerstök undantekning. Hversvegna eru sveitabörn þroskaðri en kaupstaða- b ö r n? þar kemur margt til greina. Jeg skal segja mitt álit. Meiri mjólk — styttri skólatími — færri kenslustundir — meira næði — minni sollur — og svo það atriðið og ekki minst það, að sveita- börnin eru fljótt vanin á að vinna og vinna þarflega vinnu, sem þroskar heila, hendur og vöðva. Já,heilann með. Fróðir menn hafa sagt mjer, að sveitabömin læri eins mikið og betur á 3 mánuðum hið sama, sem Akureyrarböm læra á 7. Hvernig stendur á því? Er heilinn í Jónsa í Saurbæ helmingi þroskameiri en í Jónsa mínum? Senni- lega ekki. En ærslin á götunum, Bíó og bolta- leikur heilla til sín hugann frá lexíum og lærdómi. það er svo margt, sem glep- ur. Hinsvegar gefur kyrðin í sveitinni og alvaran við skyldustörf tíma til að hugsa og melta andlega fóðrið. Kemur jafnvel sumum til að jórtra upp á and- lega vísu, og getur verið gott. 1 kaupstaðnum er svo margt annað að sjá og margt að læra, langtum skemtilegra úti á götunum, heldur en inni í skólanum. Hugurinn verður utan skóla í sjálfum kenslustundunum. Aftur á móti verður skólagangan og skólavistin í sveitinni eftirsóknarverð tilbreytni í fásinninu*)- Nokkurskonar Bíó. Sumarið er vinnutími. Veturinn hálfgerður frítími og bömin fá að fara í sparifötin. þau hlakka til kenslunnar og sitja með eftirvæntingu eftir næsta *) þetta hefir Skólablaðið lengi sagt, og er gott að heyra eins kreddulausan mann og Steingrím lækni benda á þetta mikils- verða atriði. H. Hjv.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.