Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 11
Maí 1921 SKÓLABLAÐIÐ 59 kostaður af bænum, og sjeu börnin skóla- skykl. 6. Skortur á góðum námsbókum. Helga-kveri beri að útrýma úr skólanum. I landafræði og Islandssögu sjeu notaðar bæk- ur Karls Finnbogasonar og Jónasar frá Hriflu, en ekki aðrar lakari, þó til sjeu. Stafsetningarorðabók sje notuð í efri bekkj- unum. Einnig tímarit og blöð. Vantar bóka- safn handa börnunum. 7. Skólavistin slitin úr sambandi við lífið. Vantar leikvöll og leiktæki. Leiki, sund og glímur ætti að leggja meiri úherslu á. Meiri útivist, kynn- ing við nágrennið, þekking á þjóðlífi, fram- leiðslu, verslun. 8. Störf og stjórn sje meir lögð i hendur nemendanna. 9. Betri flokk- un nauðsynleg þegar i haust. 10. Flokkað sje tvisvar á vetri. 11. Fjarverur eru of miklar, einkum vantar oft þau börnin, sem illa eru að sjer. Skipuð sje skólahjúkrunarkona, sem líti eftir börnum sem vanta og sje millilið- ur milli skóla og heimila. 12. Lítið samræmi í kcnslunni og samvinna milli konnaranna. Nauðsyn að gera lesskrá, heildaráætlun um kensluna. — Um kennara skólans gefa þeir enga skýrslu. Segjast hafa fundið meðal kennaranna mikla samviskusemi og skyldu- rækni, en þó sitt hvað kunni að vera at- hugavert við suma þeirra, sje engan dóm liægt að kveða upp um það meðan hinu ytra fyrirkomulagi skólans sje jafn ábóta- vant og raun er á. Ymsar breytingar hafa þegar orðið á skólastarfinu síðan nýja skólanefndin tók til starfa. Kennarar skólans hafa t. d. byrjað á að hafa með sjer mánaðarfundi um skóla- mál, og getur margt gott af því leitt. Er það höfuðskylda skólanefndar að sjá skólanum þegar næsta vetur fyrir ráðgefandi eftirlits- manni. Nýir straumar liggja í loftinu, og er mikils af þeim að vænta, ef skólanefnd heldur svo áfram sem hún hefir byrjað. Á. Á. Hvítárbakkaskólinn. Á siðastl. hausti höfðu sótt um hann 41 nemandi. Af þeim komu 36. — í vor tóku 10 burtfararpróf og luku því, en 20 fluttust upp í efri deild. Viðgerð hafði farið fram á skólahúsunum yfirleitt og komið var upp hcrbergjum á skólalofti. Var því húsnæði sæmilegt, enda var heilsufar gott og starfandi skólalíf. Virt- ust nemendur kunna vel við sig og gerðu allir þeir, er fluttust upp í efri deild, ráð fyrir að koma aftur á liausti komandi, að öllu óbreyttu. Samlif og samstarf var einkar gott. Byrj- aður hver dagur með sálmasöng, biblíulestri og bænagerð, og endaður á sama hátt áður cn gengið var til hvilu. Á málfundum nemenda voru oft flutt er- indi ýmist af kennurum eða nemendum. Á áliðnum vetri komu kennarar og nemendur flestir frá Hvanneyrarskóla uppeftir. Voru þar ræddar uppástungur um samvinnu og samkepni milli skólanna í ýmsum greinum. Er hugmyndin sú, að koma upp sameigin- legum sjóði fyrir skólana báða og verði svo veitt úr honum verðlaun eftir þvi, er efni standa til. Verða verðlaunin eign skólanna eftir ákveðna vinninga. Annars er ekki full- komið skipulag komið á um þetta. Var kos- in nefnd úr hóp kennara og nemenda beggja skólanna til að koma þessu i fast horf, og á hún að liafa lokið starfi sínu snemma á næsta vetri. Verður því tekið til starfa á þeim grundvelli, er þá verður lagður, óðar á komandi vetri. Er trú min sú, að sam- vinna þessi verði til eflingar skólunum og er i ráði, þegar sjóðnum yxi fiskur um hrygg, að styðja efnilegustu nemendur skól- anna á víxl til framhaldsnáms í þeim grein- um, er þeim væru hugleiknastar. Skömmu áður en skólanum var sagt upp komu nemendur á fót sjóði, til þess að styrkja i framtiðinni fátæka, en áhugasama nemendur í eldri deild. Sýndu þeir rausn svo mikla, að gefa og lofa 10 króna árstil- lagi æfilangt, sumir þeirra. En allir lofuðu myndarlegu árstillagi og til fleiri ára. Ligg- ur það i augum uppi, að slíkar sjóðstofnan- ir eru skólanum mikill ávinningur. Og sýn- ir þessi sjóðstofnun, betur en nokkur orð, þá hlýju hjartans, er nemendur báru til skól- ans. Annars má geta þess, að fjárhagur skólans er þröngur. En takist skólanum að vinna liug og hjarta þeirra, er sækja hann, — og takist honum að vinna samúð og velvild hjá sem flcstum góðum ög gegnum mönnum, er ekki ástæða til að fárast uni það, þótt þröngt sje í búi. Sú hlýja alda samúðarinnar myndi lyfta honum upp og bera hann fram. E. A.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.