Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 9
Mai 1921 SKÓLABLAÐIÐ 57 Kvennaskólasjóðurinn, „Minning Herdísar og Ingileifar Bcnedictson", er nú nm 100 þúsundir króna, og hefir margur skóli byrj- að með minna en það — og Staðarfell að auki. það ætti því ekki að líða á mjög löngu áður en skólinn að Staðarfelli ris upp. Staðarfell — Staður undir Felli, eins og það heitir að fornu — er eitt hið fegursta býii við gervallan Brciðafjörð. Bærinn ligg- ur undir hlíðum Meðalfells, gcgnt suðri og sól, og stcndur hátt; fram undan er Hvammsfjörður með ey við ey og sund við sund, en handan sjer Skógarstrandarfjöll og Snæfellsnes. Góð höfn er við túnfótinn, og skamt til Stykkishólms, svo að hægt er um aðdrætti. Myndin af Staðarfelli, sem hjer er prent- uð, er tekin af Matthíasi þórðarsyni forn- menjaverði, er hann var þar á ferð í fyrra sumar, en „Morgunblaðið“ á prentmótið. H. Hjv. ----O---- Lífeyríssjóður kennara. 27. f. m. afgreiddi neðri deild Aiþingis svolátandi I.öo nm lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra. 1. gr. Stofna skal sjerstakan sjóð til að tryggja barnakennurum, er leggja niður starf sitt annaðhvort fyrir eili sakir eða van- heilsu, geymdan lífeyri, svo og lífeyri handa ekkjum þeirra. Sjóðurinn stendur undir umsjón ríkisstjórnarinnar, og annast hún reikningshakl hans. Stofnfje sjóösins er styrktarsjóður barnakennara, cins og hann verður, er lög þessi koma til framkvæmda. 2. gr. Rikisstjórnin setur reglur um stjórri sjóðsins og skipulag hans. 3. gr. Hver kennari, karl eða kona, sem laun tekur eftir launalögum barnakennara, skal kaupa lífeyri í sjóði þeim, sem ræðir um í 1. gr., og verja til þess 7% af Arslaun- um sínum. Iðgjöldum skal halda eftir af þeim hluta launanna, sem barnakennarar fá groidran úr ríkissjóði. 4. gr. þegar barnakonnari er leystur frá starfi sínu annaðhvort fyrir sakir elli eða vanheilsu, skal hann fá greiddan úr sjóðn- um lífeyri, sem nemur 25°/oo af samanlögð- um ölium þeim launum, er hann hefir greitt iðgjöld af í lífeyrissjóðinn, og einum fjórða hluta þeirra launa, sem hann hefir greitt ið- gjöld af í styrktarsjóð harnakcnnara. Lífeyrir þessi má þó aldrei fara fram úr % hámarkslauna þeirra, sem kennarinn liefir haft. Nú cr barnakcnnari orðinn 70 ára að aldri, eða samanlagður aldur hans og þjón- ustutími er 95 ár, og á hann þá rjett á að leggja kenslustarf sitt niður og taka lífeyri samkvæmt lögum þessum. Verði sú breyting gerð á fræðsluhjeruðum eða skólahjeruðum, sem gerir stöðu kenn- ara óþarfa, svo að hann verði að láta af henni endurgjaldslaust, og fari hann ekki í aðra kcnnarastöðu, hefir hann rjett til að fá endurgreidd úr lífeyrissjóðnum, vaxta- laust og afdráttarlaust, iðgjöld þau, sem hann hefir greitt i sjóðinn. Ef hann kýs það heldur, mega iðgjöld hans standa inni i sjóðnum þangað til hann er 70 ára, og fær hann þá lifeyri samkvæmt 4. gr. og ekkja hans samkvæmt 5. gr. 5. gr, Ekkja eftir barnakcnnara, sem hafði x-jett til lífeyris eða naut lifeyris, er hann ljest, fær lífeyri úr sjóðnum, mcð þeim und- antekningum, sem segir í 7. gr. Lifeyiár ekkju nemur '/o af byrjunarlaun- um þeirrar kennarastöðu, sem maður henn- ar var i, þegar hann Ijest, eða þeii’rar, som hann fjckk lausn frá. 6. gr. Ríkissjóður ábyrgist greiðslu lífeyr- is samkvæmt lögum þessum, og greiðist hann eftir því sem ákvcðið verður í reglu- gerð þeirri, er í 2. gr. getur. 7. gr. Ekkja cftir barnakennara öðlast ekki rjett til Hfeyris úr sjóðnum, ef hún hef- ir gifst eldra manni en 60 ára, eða á bana- sæng manns sins, eða eftir að hann fjekk lausn frá kcnnarastarfi, cða ef hjónaband- inu var gersamlega slitið áður en maður- inn dó. 8. gr. Rjettur ekkju til lífeyris fellur burt: 1. Ef ekkjan giftist.af nýju. 2. Ef hún tek- ur sjer bústað utanríkis án samþykkis stjórnar sjóðsins. 3. Ef hún hirðir ekki líf- eyri í 3 ár samfleytt án þess að sanna lög- mæt forföll.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.