Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 8
56 SKÖLABLAÐIÐ Mai 1921 Staðarfell. 2. október síðastliðinn varð sá atburður að Staðarfelli, að fjórir heimilismenn drukn- uðu þaðan á báti, og varð enginn til frá- sagnar um slysið. þessi atburður dró til þess, sem kunnugt er orðið, að Staðarfellsbjónin hafa gefið höf- uðból sitt til kvennaskólaseturs, til minn- ingar um Gest son sinn og Magnús Guð- finnsson fósturson sinn, sem druknuðu báð- ir, er þessi atburður varð. 16 ár. En 1903 keyptu þau Staðarfell eftir Hallgrím Jónsson dannebrogsmann, af frem- ur litlum efnum til þess að gera, og þótti sumum ekki fordildarlaust. þar hafa þau búið siðan og hefir Magnús prýtt jörðina og bætt á alla vegu. Hann hefir haft stórbú á Staðarfelli og stundað hlunnindi jarðarinn ar, eyjagagn, selveiði og dúntekju, og gert girðingar miklar um tún og haga, og telur hann að enn megi auka svo túnið, að af því fáist 800 hestar innan girðinga, sem nú eru. Skóglendi er mikið í landi jarðarinnar, og vaxandi, og beitiland óþrjótandi. Magnús á Staðarfelli er einn þeirra is- lenskra bænda, sem á sjer merka sögu og lærdómsríka á þessum dögum, er mörgum finst bera til beggja vona um framtíð ís- lenska búskaparins. Hann misti föður sinn 6 -ára gamall, og lagði út i lífið með tvær hendur tómar. Rúmlega tvítugur fór hann í Ólafsdalsskóla og var þar tvo vetur, og stundaði þá um skeið, eins og tíðkaðist um Ólafsdalsmenn, jarðabótavinnu hjer og þar. En það má segja, að síðan hefir hann unnið að j a r ð a b ó t u m alt sitt líf. Hann er einn þeirra ógleymanlegu manna, sem fyrstir rjeðust á islenska kargann með spaðann og Ólafsdalsplóginn og tvær ólatar hendur. Magnús kvæntist 1887 frændkonu sinni Soffíu Gestsdóttur. þau eni þremenningar, bæði úr Hvammssveit. Hann er fæddur 18. okt. 1862, og nú því nær sextugu, en hún er fædd 28. maí 1866. þau reistu sama árið hú að Arnarbæli á Fellsströnd og bjuggu þar í Magnús hefir haft á það lagið sem flciri slíkir framkvæmdamenn, að hann byrjaði á jarðabótunum, þá peningshúsum, en seinast bygði hann ibúðarhúsið 1912—13, mikið steinhiis og fyrirmyndar-vandað, svo að engum meðalskóla er þar í kot vísað. Frú Herdís Benedictsen gaf eigur sínar (1896), svo sem kunnugt er, í minningu uin Ingileifu dóttur sína, „til stofnunar kvenna- skóla á Vesturlandi", sem „verði settur í ein- hverri af sýslunum kringum Breiðafjörð, eða verði því ekki við komið, þá i ísafjarð- arsýslu, og verði því heldur ekki við kom- ið, þá hvar sem hentast þætti í Vesturamt- inu“. Nú hafa Staðarfellshjón gefið jörðina til skólaseturs og óskað eftir að þessi gjöf þeirra verði kend við nafn „fóstbræðranna Gests Magnússonar og Magnúsar Guðfinns- sonar'*. Tvær dætur eiga þau hjón á lífi, þuríði og Björgu, báðar giftar, og eiga þær sinn þátt í gjöfinni.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.