Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.05.1921, Blaðsíða 12
SKÓLABLAÐIÐ Mal 1921 60 Hjarðarholtsskólinn starfaði í vetur frá því í byrjun nóvember til marsloka. Nemendur voru 20, 11 pilt- ar og 9 stúlkur. þessar námsgreinir hafa verið stundaðar, eftir skýrslu skólastjóra til Alþingis: íslenska, íslandssaga, reikningur, náttúrufrœði, landafræði, mannkynssaga, samtal um íslenskar bókmentir, teikning, handavinna fyrir stúlkur einföld landmæl- ing fyrir pilta, danska og enska, fyrir þá er vildu; tóku flestir þátt í dönsku en tveir í ensku. Ennfremur leikfimi, eftir því sem við varð komið, en húsnæðið ónóg. — Prófdóm- endurnir, Ami læknir i Búðardal og síra Jón Guðnason á Kvennabrckku ljúka lofs- orði á kensluna og aðbúð alla við nemendur. H. Hjv. ----O---- ZZ FRJETTIR ZZ- —o— Yfirráð á skólahúsum. það mun eigi ósjaldan hafa borið við hjer á landi, að ágreiningur befir orðið um það, hver ráðin hefði á skólahúsum, og munu hreppsnefndir og bæjarstjórnir að jafnaði þóst þar einráðar. Hjer i Reykjavík varð fljótt reipdráttur nokkur milli hinnar ný- kjörnu skólanefndar og bæjarstjórnarinnar, og lauk því máli með úrskurði stjórnarráðs- ins 29. f. m. Brjef stjórnarráðsins er svo hitandi: „þjer hafið, herra fræðslumálastjóri, í brjefi dags. 21. þ. m., látið uppi álit yðar um erindi formanns skólanefndarinnar í Reykjavík þar sem hann beiðist úrskurðar um það, hvort skólanefndin hafi að fullu ráð yfir skólahúsi bæjarins, og hvort bæjar- stjómin hafi nokkra heimild til að leyfa húsið til notkunar. Út af þessu skal yður hjer með til vitund- ar gefið til leiðbeiningar, og til birtingar fyr- ir nefndum skólanefndarformanni, að ráðu- neytið er yður sammála uin, að skólanefnd- in liefir að lögum umráðin yfir skólahús- inu undir yfirumsjón og eftirliti yfirstjórn- ar fræðslumálanna, og að bæjarstjórnin get- ur því ekki veitt leyfi til notkunar hússins, en að ráðuneytið þó á hinn bóginn telur skolanefndinni óheimilt að láta nota húsið til annars en lögboðinnar barnakenslu neina mcð leyfi bæjarstjórnarinnar.'* Latínufrumvarpið, eða frumvarp mentamálanefndarinnar um breyting mentaskólans, sem stjórnin lagði fyrir neðri deild, dagaði uppi þar í deild- inni. því var vísað til mentamálanefndar, sem vænta mátti, en nefndin klofnaði. Með frumvarpinu mæltu þrir, Bjarni frá Vogi, Magnús dósent Jónsson og Jón Jlorláksson, og lögðu þeir auk beldur til að lengra yrði gengið en í frumvarpinu var ætlast til og latína gerð að inntökuskilyrði í 1. bekk skól- ans. Aðrar breytingatillögur voru smávægi- legri Minni hlutinn, þorsteinn Jónsson og Eiríkur Einarsson, fluttu rökstudda dagskrá þess efnis, að málinu yrði frestað, og vildu þó ekki að öllu færa til sömu rök báðir. Málið kom til 2. umr., og var talað um það af miklum móði í deildinni lengi dags og fram á nótt. Var þá fundi slitið það sinn, og kom málið ekki á dagskrá framar, enda má telja víst að dagskrá minni hlutans hefði orðið samþykt. H. Hjv. Setningafræði Jakobs Jóh. Smára er nú komin út. Er það allmikil bók, 18 arkir, og útgáfan prýðileg í alla staði. Arsæll gefur út, en Acta hefir prentað. -----o----- Tvö síðustu blöð Skólablaðsins hafa af ýmsum ástæðum tafist nokkuð, einkum vegna anna prentsmiðjunnar, og eru les- endur vinsamlega beðnir að virða á betra veg. SKÓLABLADID kemur út einu sinni í mdnuði, J'/d (,rk lesmdls hvert blað, 18 arkir á dri. Kostar 6 krónur, og greiðist fyrirfram, í janúar. Útgefendur: Ásgeir Ásgeirsson, Helgi Hjörvar og Steingrimur Arason. Afgreiðslu og innheimtu annast II e l g i II j örvar, Tjarnargötu 18. Sími 808. Utanáskrift blaðsins er: Skólablaðið, Reykjavík (Pósthólf 84). Prentsmiðjan Aeta — 1921

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.