Sovétvinurinn - 01.09.1934, Síða 8

Sovétvinurinn - 01.09.1934, Síða 8
[Sovétviniirinn] löndum er einnig stórkostlegt atvinnuleysi meðal s j ómannastéttarinnar. Það, sem varðar þó mestu fyrir afkomu sjómanna- stéttarinnar rússnesku, eru tryggingarnar. Allir sjó- menn og hafnarverkamenn, sem verða fyrir slysum eða veikjast, fá greitt meðalkaup, ókeypis læknis- hjálp, lyf og sjúkrahússvist; ef um örorku er að ræða, fá þeir eftirlaun. Þeir liafa sín eigin heilsu- og hressingarhæli og stjórn þeirra og tryggingarsjóð- anna er öll í höndum sambands félaga sjómanna og hafnarverkamanna. Auk þess hefir verið komið upp leikvöllum, skemmtigörðum og heilsuhælum fyrir börn þeirra. Þá má heldur ekki gleyma því, að ógrynni fjár hefir verið varið í sjómanna- og vél- fræðingaskóla, sem mikið eru sóttir, því allir eiga ókeypis aðgang að þeirn, og er því rússneska sjó- mannastéttin nú almennt betur menntuð en noklc- ur önnur sjómannastétt í heimi. Eins og í verksmiðjunum og á sovétbúunum eru það sjómennirnir sjálfir, sem taka beinan þátt í stjórn og skipulagi útgerðarinnar. Á hverju skipi, sem hefir 10 manna áhöfn eða meira, eru í þeim tilgangi kosin »skipsráð«; á smærri skipunum (3 10 manna áhöfn) eru valdir trúnaðarmenn. Eitt af því, sem ekki þekkist á skipum annara þjóða en Rússa sem vonlegt er er liin sósíal- istiska samkeppni í miklu og vel unnu starfi, milli skipsliafna eða skipverja á sama skipi. Slík sam- keppni hefir átt sinn þátt í að skapa fyrirmyndar verkamenn 1 öllum iðjugreinum Sovétríkjanna og fjölgar æ þátttakendum í henni. í öllum höfnum Rússlands liafa hafnarverkamenn og sjómenn klúbba, þar sem þeir koma saman til félagslegrar starfsemi og skemmtana. Þar eru bóka- söfn, kvikmyndir sýndar, fyrirlestrar fluttir, hljóm- leikar og sjónleikar. Námskeið eru þar haldin í ýmsum greinum og yfirleitt lögð stund á, að ala upp menntaða og siðaða verkamenn með fullu frelsi og bjartri trú á tilverunni. Auk þess hafa um 20 alþjóðaklúbbar verið settir á stofn með sama fyrir- komulagi fyrir framandi sjómenn. Á þessu litla sýnishorni af kjörum sjómanna og hafnarverkamanna í Sovét-Rússlandi má sjá við samanburð á kjörum sjómannastétta annara þjóða, að slíkra framfara í bættum lífskjörum og aukinni menningu er aðeins að vænta undir sósíalistisku skipulagi, þar sem öR framleiðslntæki og auðlindir eru í höndum hinna vinnandi stétta, sem sjálfar fara með ríkisvaldið og þar sem framleiðslan er miðuð við þarfir allra þegna ríkisins, en ekki tak- mörkuð eða eyðilögð, til þess að nokkrir einstakl- ingar geti grætt offjár á Jicnni á kostnað fjöldans, sem lifir við sultarkjör í menningarskorti og at- vinnuleysi. Hd. St. Rithöfimdaþiiigiö í Moskva. Eftir Gísla Asmundsson. Á sama tíina og lieimskreppan er að leggja menn- ingarlíf vestrænna þjóða í rústir, fer fram svo stór- kostleg nýsköpun á sviði vísinda og lista í Sovét- ríkjunum, að eftirtekt vekur um allan heim, þrátt fyrir hamfarir auðvaldsins um spillingu, neyð og hverskonar villimennsku, er eiga á sér stað í ríki verkalýðsins. Það er nú orðin óhrekjanleg staðreynd, að Sovétríkin hafa tekið forustuna á sviði menn- ingarinnar. Nú er það ekki lengur París, London eða Yín, sem draga að sér mesta athygli. Það er Moskva. Eitt af því, sem skýrustu ljósi hregður á menn- ingarlíf Sovétríkjanna, er rithöfundaþingið, er háð var í Moskva fyrir skemmstu. 1 ríki sósíalismans skipa rithöfundar allt annan og veglegri sess en í auðvaldslöndunum. Þeir taka virkan þátt í upp- byggingu hins nýja skipuiags. Yiðfangsefni þeirra er barátta verkalýðsins fyrir sósíalismanum í öllum hennar myndum. Þeir vinna að því að skýra hana, kryfja hana til mergjar og gera hana að andlegri eign fjöldans. Þeir eru byggingameistarar sálarinn- ar, eins og Stalin kemst að orði. Og það er séð um, að þeir þurfi ekki að eyða kröftum sínum og tíma í andlaust hrauðstríð. Þeir eru á föstum launum, hafa 300 r. á mánuði og auk þess ágóðann af hókum sínum. Rithöfundaþingið sátu um 1500 sovét-rithöfund- ar, fulltrúar 54 þjóða, og auk þess voru ýmsir af þekktustu rithöfundum Vestur-Evrópu gestir þess, svo sem Martin Andersen Nexö, Johannes R. Becher, Malraux o. fl. Maxim Gorki var kjörinn forseti þings- ins og hélt aðalframsöguræðuna. Verkefni þingsins var, að gagnrýna og meta hinar nýju sósíalistisku hók- menntir og taka ákvarðanir um starfsemi komandi ára. Þingið skipaði sér óskipt undir merki Lenins og Stal- ins. Það ákvað að herða enn baráttuna fyrir frain- kvæmd sósíalismans og hverskonar menningarmálum yfirleitt. En verksvið þess var engan veginn bundið við Sovétríkin ein, þingið var í eðli sínu alþjóð- legt. Eldheitar ræður voru haldnar gegn fasisma og afturhaldi. Þingið skoðaði sig sein málsvara alls verkalýðs heimsins gegn kúgun auðvaldsins og það lét mjög kröftuglega í Ijósi samhug sinn með verka- lýð auðvaldsríkjanna. Einum af erlendu rithöfund- unum varð að orði: »Ég er hér aðeins að nafninu til gestur, |iví að ég finn, að hér er ég í hópi sam- herja minua«. Þinginu hárust hréf og skeyti frá ýmsum heimsfrægum rithöfundum, t. d. André Gide og Romain Rolland, er lýstu aðdáun sinni á stefnu- skrá þess og árnuðu því heilla. Yfirleitt hefir þingið vakið hvarvetna um heim hina mestu eftirtekt 02 # “ hlásið nýjum kjarki og haráttuhug í brjóst öllum þeim, sem mannúð og menningu unna. 8

x

Sovétvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.