Sovétvinurinn - 01.01.1937, Síða 2
soííCöoOíKiíitiooíJOíiíí;
[Sovétríkin 20 ára]
Réttarfar og afbrot
í Sovétríkjunum.
Eftir Þorvald Þórarinsson lögfræöing.
i.
Viö minnumst þessa dagana 20 ára afmælis bylt-
ingarinnar í Rússlandi.
Þessi bylting var skipulögð samtök verkamanna,
bænda, hermanna og menntamanna í borgum og
sveitum um að kollvarpa auðvaldsskipulaginu og
stofnsetja sitt eigið ríkisvald, alræði öreiganna.
Hlutverk þess var að brjóta á bak aftur andspyrnu
afturhaldsaflanna, vernda Iiið unga ríki fyrir ytra
og innra tjóni, og leggja grundvöllinn að uppbygg-
ingu liins sósialistiska þjóðskipulags.
Það lilaut vitanlega að verða fyrsta verk liinn-
ar nýju stjórnar, að brjóta til grunna alla rikisvél
auðmanna- og arðránsstéttanna, sem samkv. eðli
sínu og tilgangi var frá öndverðu og hlaut að vera
fjandsamleg hagsmunum hinnar vinnandi alþýðu.
Einn liðurinn i þessu var tilskipun stjórnarinn-
ar 24. nóv. 1917, en samkv. henni voru afnumdir
allir dómstólar liins gamla skipulags, liverju nafni
sem nefndust. Öllum dómurum og dómgæzluem-
bættismönnum var vikið úr embættum, en i staðinn
voru stofnsettar dómnefndir alþýðu, sem kosnar
voru beinum kosningum á breiðum lýðræðisgrund-
velli. Lög hins gamla ríkis voru þó enn í gildi
formlega, en með þeirri miklu takmörkun, að á-
kvæði þeirra urðu jafnan að víkja, þar sem þau
brutu í bág við samvizku dómaranna og réttarmeð-
vitund alþýðunnar. I livert sinn, sem vikið var
frá bókstaf laganna, var skylt að gera þess glöggva
grein í forsendum dóma.
Á þennan Jiátt var þegar í upphafi lagður grund-
völlurinn að víðtækum og raunhæfum breytingum
á réttarfari og dómskipun landsins. Sú leið var
ekki farin, sem sósíaldemókratar Austurríkis og
Sovétríkin 20 ára
fi/r
Fylgirit Sovétvinarins.
Útgefandi: SOVÉTVINAFÉLAG ÍSLANDS g
Ábyrgðarmaður: Kristinn E. Andrésson.
Félagsprentsmiðjan g
Reykjavík 1937. R
iíitiíiíiíltitititiíltititHitititititiíKititKititititttitKitititiíiíititittíit
Þýzkalands fóru, að láta hina sömu dómstóla sitja
áfram, með sömu dómurum. 1 þeim löndum var
gefinn út mesti sægur af nýjum lögum, en þau
urðu í höndum liinna gömlu dómara keisarastjórn-
anna aðeins dauður bókstafur. Dómvenjur og rétt-
arvarzla hélzt i þessum löndum hin sama og ver-
ið liafði fyrir byltinguna, og allir þekkja nú sorgar-
sögu þessara tveggja ríkja.
Fullkomin nýtízku löggjöf um öll svið þjóðlífs
og sambúðar manna, hefir nú fyrir löngu lej'st
hina gömlu af hólmi í Sovétlýðveldunum. En
um dómskipun hefir þeirri stefnu verið fylgt, sem
mörkuð var í upphafi.
Allir dómstólar eru skipaðir dómnefndum, og
er allt gert til þess að tryggja sem víðtækasta þátt-
töku almennings í dómstörfum. Hinir almennu
dómstólar í sveitum, bæjiun og stóriðjufyrirtækj-
um eru skipaðir 4 dómurum. Forsetinn er valinn
af viðkomandi Jjæjar- eða sveitarstjórn. Hann skal
liafa nokkra lagaþekkingu og reynslu í dómstörf-
um, en þarf ekki að vera lögfræðingur. Meðdóm-
endurnir eru kosnir almennum kosningum meðal
íbúanna, og taka þeir aðeins þátt í meðferð eins
máls í senn.
Yfirdómarnir, lands- eða fylkisrétlir, eru skip-
aðir þrem föstum, löglærðum dómurum, en auk
þeirra eru tólf meðdómendur, þegar þeir fjalla
um afbrotamál. Þessir 12 dómarar eru valdir með
jöfnum kosningarétti meðal almennings, en ekki
skipaðir af sérstökum nefndum, eins og tiðkast
víða á Vesturlöndum. Auk þess eru jafnan í af-
brotamálum skipaðir sækjandi og verjandi, og eri
þeir venjulega valdir úr hópi lögfræðinga.
I bverju lýðveldi er hæstiréttur, skipaður full-
trúum, Sem valdir eru af liéraðs- og fylkisdómstól-
um þess lýðveldis og á hann að gæta samræmis
í dómstarfi öllu innan lýðveldisins.
Loks er hæstiréttur allra Sambandslýðveldanna,
sem samanstendur af forsetum hæstarétta hinna
ýmsu lýðvelda og einum fulltrúa frá æðsta fram-
kvæmdaráði Sovétlýðveldanna. Hann tryggir sam-
ræmið i dómgæzlunni innan hinna ýmsu lýðvelda.
Auk þess fer hann með mál, er rísa kynni út af
ágreiningi milli ríkja, og mál gegn æðstu embættis-
mönnum Sovétríkjanna. Hann hefir og vald til
þess, að skipa sérstakar dómnefndir í stórmálum,
er beinlínis varða hagsmuni þjóðarheildarinnar.
Um áfrýjun máls til æðri réttar gilda líkar regl-
ur og hér á landi.
Frh. á bls. 19.
Myndin á forsíðunni er af sýningarhöll Sovétríkjanna á
heinissýningunni í París í sumar.
2