Sovétvinurinn - 01.01.1937, Síða 3

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Síða 3
[Sovétríkin 20 ára] Sovétríkin 20 ára! Tuttugu ár eru nú liðin frá því Sovétríkin voru stofnuð. Fgrir tuttugu árum varð til, upp úr lieimi óskapnaðar og stríðsþjáninga, ríkisvald og þjóðfé- lugslegt skipulag, sem var nýtt í sögu mannkynsins. Þetta nýja riki, sem skapaðist upp úr styrjöldinni og upp af friðaróskum alþýðunnar, fékk síður en svo að þróast í friði. Það varð árum saman að eyða kröftum sínum í tortímandi styrjöld, ekki aðeins borgarastyrjöld, heldur líka stríð til verndar sjátfstæði þjóðarinnar. En það vannst sigur og hinn dýrkeypti friður varð tryggður þjóðinni. Hið nýja ríkisvald varð fært um að steypa blóðugri harðstjórn hins gamla Rússlands og jafnframt að berja af höndum sér erlenda innrásarheri og styrkja sinn eigin mátt. Þessir ófriðartímar urðu upphaf að hinu mesta framfaraskeiði, sem veraldarsagan greinir. Fimm árnm eftir stofnun Sovétríkjanna fór eitt af þekktustu dagblöðum Evrópu háðsfullum orðum um það barnslega fyrirhyggjuleysi, sem Sovétstjórnin byggði á framtíð sina . . . þar sem hún gerði áætlun um þróun þjóðarbúskaparins nákvæmlega fram að tíu ára afmæli ríkisins. Þetta blað (Frankfurter Zeitung) bætti því við, að allir menn með heilbrigða hugsun væru þess nokkurn veginn vissir, að Sovétríkin ættu yfirleitt ekki svo langa sögu framundan. Á 10 ára afmæli sínu komu Sovétríkin þessum áigætu mönnum „hinnar heilbrigðu hugsunar“ í talsverðan bobba, og nú fagna Sovétrikin 20 ára tilveru sinni. Og það hafa sannarlega verið innihaldsrik ár. í dag er keisaraveldið aðeins endurminning, áð- ur var það hryllilegur veruleiki. Táikn hins gamla Rússlands var keisarakóróna og kósakkasvipa. Tákn hins nýja Rússlands er hamar og sigð og risavaxnar framkvæmdir nýtízku iðnaðar. Af stórveldismetnaði hins gamla Rússlands stóð ógnun fyrir heimsfriðinn. Starf og stefna hins nýja Rússlands hefir gert landið að tákni friðarins. Þjóðir hins liðna Rússlands litu kvíðafullum aug- um inn í fr.amtíðina, kynslóð hins nýja Rússlands teknr með björtum vonum móti komandi degi. í hinu forna Rússlandi varð líf bænda og iðnverkamanna naumast greint frá lífsháttum dýranna. 1 Sovét-Rússlandi veita lífskjör samyrkjubændanna og iðnverkamannanna þeim þá ánægjulegu tilfinn- ingu, að þeir séu sinnar eigin gæfu smiðir. Hið nýja Rússland uppgötvaði með þjóðinni ofgnótt af ónotaðri orku og hæfileikum, í Rússlandi hinu forna var það hættulegt, að leita uppi þann auð. Gamla Rússland var einskonar kirkjugarður, þar sem menn jarðsungu drauma sína, nýja Rússland er jötunefldur kraftur, er vekur í senn ótta og gleði, ótta í hjörtum þeirra, sem með myrkraráðum vinna gegn framþróun og friði, gleði í brjóstum hinna, sem vilja framför mannkynsins og aukið frelsi. Vér lifum ægilega tíma. Engin þjóð er óhult um friðinn eða líf sitt. Óttinn við styrjöld grípur alstaðar um sig. Á Spáni, i Kína og víðar um heim eyða mennirnir þegar hverir öðrum með hinum ægilegustu tækjum nýtizku hernaðar. Á svona tímum eyðingar og ógnandi heimsbáls er gott að geta bent á, að mannkynið eigi til vígi friðar og frelsis, eigi til skapandi kraft. Og þá hljóta oss strax að koma Sovétríkin í hug. 3

x

Sovétvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.