Sovétvinurinn - 01.01.1937, Qupperneq 8

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Qupperneq 8
Rússneskir samyrkjubændur undir rauðum fánum. nesku bændanna eftir byltinguna sannar, að auð- valdinu tekst ekki, þrátt fyrir allt, að umhverfa svo „eðli“ mannsins, að liann finni ekki sjálfan sig, ef ytri skilyrði eru fyrir bendi. Nú fyrst fiindu bændnrnir rússnesku sjálfa sig, eftir kúgun og á- þján um aldaraðir. Samvinna og samyrkja i landbúskap tillieyrir binu sósíalistíska þjóðfélagi, alveg eins og einka- rekstur stórjarðeigna og sérhokur er óbjákvæmilegt í auðvaldsskipulagi. Samyrkjubúskapurinn sannaði bændum yfirburði sína á fáum árum. Fyrst i stað gaus upp gamla tortryggnin, en hún bvarf smám saman, eftir því sem revnsla komst á samyrkjuna — og um og eftir 1932 taka bændur að flykkjast inn í samyrkjubúin. Það má segja, að með árinn 1932 sé fullur sigur fenginn fyrir sósíalismann i sveitum landsins og um leið full trygging fvrir áframhaldandi vexti liins samvirka þjóðfélags á öllum sviðum. Og ávextirnir létu ekki lengi bíða eftir sér. Jafnframt því sem iðnaðurinn í bæjun- um tók sín risaskref fram á við, tók landbúskap- urinn ef til vill enn meiri stakkaskiptnm að til- tölu. Hin frumstæða rányrkja hvarf, en í stað henn- ar kom hagnýt ræktun framkvæmd með nýtízku tækjum og tilfæringum. Stórkostleg tilrauna- og kynbótabú vorn stofnuð, vísindin tekin í þjónustu landbúskaparins. Mörg þessara tilraunabúa cru nú heimsfræg fyrir framleiðslu sína og rannsóknir. Með kostgæfni og nærri vísindalegri nákvæmni liafa síðan samyrkjubændur notfært sér þessar rann- sóknir með þeim glæsilega árangri, að uppskeran liefir margfaldast ár frá ári, bæði samtals og enn- fremur á hvern hektara lands, svo að furðu sætir. Mætti í því sambandi nefna hinar ótrúlegustu töl- ur, er sanna gróskuna í þróun landbúnaðarins sér- staklega síðan 1932, og skulu hér tilfærðar aðeins nokkrar: Mestmegnis síðan 1930 Iiafa verið stofnuð 5000 rikisbú, 5700 véla- og dráttarstöðvar og 250.000 samyrkjubú. Dráttarvélum í landbúnaði hefir fjölgað, sem hér segir: 1928 voru þær 26.700, 1932 125.300, 1936 380.000 og í ár rúmlega hálf milljón, með 278.000 hestöflum 1928 og 6527.000 hestöflum 1936! - Samsettu þreskivélunum hefir og fjölgað gífurlega: 1932 voru þær um 2000, 1934 15.000, 1935 30.000 og í ár munu vera í notkun upp undir 120.000 slik- ar þreskivélar. í þýzka lýðveldinu við Volga var það löngum talin góð uppskera, að fá 6—8 tunnur korns af lia. I ár er uppskeran á þessum slóðum vfir 10 tn. af ha. Og þó kemst afraksturinn víða hærra en þetta, allt upp í 20-—25, já, meira að segja hafa 265 samyrkjubú fengið 30 tn. af hverjum ha. í sumar. Þetta er ekki að þakka sérstaklega hag- stæðri veðrátlu i sumar, heldur nákvæmu vali á útsæði og umhirðu um akurlendið. Fyrir hvlting- una var það algild regla, að eftir þurrkasumar kæmi harðindi og hungursneyð og horfellir meðal fátækra bænda. Með frelsi bóndans og tækninotk- un í landbúnaði hefir þetta brevtzt þannig, að sam- yrkjubændurnir eru ekki nærri eins háðir dutl- ungum tíðarfarsins eins og áður. Þegar þjóðfélags- vandamálin hafa verið leyst með afnámi stéttar- mismunar, beina menn kröftum sínum óskiptari að þvi að beizla og hagnýta náttúruöflin og koma í veg fyrir skaðleg áhrif þeirra á atvinnulíf og af- komu manna. Þarna er óþrjótandi efni fvrir hönd og anda í framtíðinni — og engin ástæða til að ætla, að menn leggist í leti og ómennsku, eins og sumir halda að verðat muni, þegar friðarríkið er 8

x

Sovétvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.