Sovétvinurinn - 01.01.1937, Side 15

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Side 15
[Sovétríkin 20 áral um og næringarefnafræðilegum rannsóknarstofum o. s. frv. - i ‘ í þessum mötuneytum eru oft stofur, sem selja sérstaklega tilbúið fæði mönnum, er að áliti lækn- is þarfnast sérstaks matarhæfis, vegna magasjúk- dóma, berkla, nýrnasjúkdóma og annarra kvilla. Á mötuneytunnm geta menn fengið sumar eða all- ar máltíðir sinar eftir vild. Húsakynnin eru nú víðast orðin góð; sumstaðar ágæt. Venjulega eru smáborð fyrir 4—6, dúkuð hvítum líndúkum. Oft eru borðin blómskreytt og á annan hátt reynt að gera staðina sem vistlegasta. I Moskva er starfandi skóli, sem hafði 1000 nem- endur 1936 og er ætlað að mennta menn til að taka að sér forstöðu þessara mötuneyta og annarra svipaðra stofnana. Þetta er 5 ára vísindalegt nám og er auk þess krafizt góðrar undirbúningsmennt- unar, enda veltur mikið á, að vel hæfir menn hafi á hendi stjórnina, og er hlutverk skólans, að búa þá undir bæði heilsufræðilega og fjárhagslega Iilið starfsins. Með þessu öllu virðist vera fengin sú bezta trygg- ing, sem fáanleg er, bæði fyrir heilnæmi og rétta samsetningu fæðisins. Viðvíkjandi fjárhagshliðinni hefir verið reiknað út, hve mikið sparist í vinnu og eldsneyti, miðað við heimamatreiðslu. 1927 var gert yfirlit yfir elds- neytiseyðslu í ýmsum borgum frá júlí til septem- ber, en þann tíma er hún næstum eingöngu vegna eldunar, eins og gefur að skilja. Niðurstaðan var sú, að venjuleg fjölskylda (4.36 manns) eyddi 9.20 rúblum. Árleg eldsneytis-útgjöld á mann vegna heimasuðu vrðu þá 9 rúblur. Á mötuneytunum var hún hinsvegar 4.1 rúbla á mann yfir árið. Mönnnm reiknaðist til, að með heimasuðu þyrfti 1370 vinnustundir á dag til að matreiða handa 1000 manns, en aðeins 120 v.st. á mötuneytunum. Enu er þess að geta, að tækni mötuneytanna hefir stórum batnað, síðan þessi samanburður var gerður. Áætlað var, að með gamla laginu færu 86.000 milljónir vinnustunda í matreiðslu, þvotta og barna- gæzlu í öllum Sovétlýðveldunum. Þó gert væri ráð fyrir 10 st. vinnudegi, þyrfti 25.(X>0.000 manna lil að vinna þessi störf. í Stórarússlandi einu voru 4,5 millj. sífellt vinn- andi að matreiðslu í heimaliúsum. 1 mötuneytun- um þarf aðeins % af þessum hópi. Þar mundu því tæpar 3—4 millj. manna til að létta þjóðfélaginu önnur störf, leita sér hvíldar og menntunar. Ein lilið málsins er enn óskoðuð. Fellir fólkið sig við þetta fvrirkomulag, eða vill það borða á heimilum sinum, þó það kosti margfalda fyrirhöfn og frelsi konunnar til að gefa sig við áhugamálum sínum. Þessu getur reynslan ein endanlega svarað. Hin öra þróun í áttina til mötuneytanna síðustu ár gefur þó ákveðna bendingu. Þess má geta, að stjórn landsins hefir ekki viljað grípa inn til að örva þessa þróun með neinum beinum ráðstöfun- um, vegna þess að þessi mál eru og verða að svo miklu leyti einkamál hvers og eins. (Aðalheimild: Men, Medicine and Food in the U.S.S.R. by F. le Gros Clark B. A. and I.. Noel Brinton B. A.). 15

x

Sovétvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.