Sovétvinurinn - 01.01.1937, Síða 16
ISovétríkin 20 ára].
Sigrid Söiland:
Listin
í Sovétríkj unum,
Eitt af því fyrsta, sem maður veitir athygli, þegar komið
er yfir landamæri Sovétríkjanna er, að þar er listamað-
urinn verkamaður meðal verkafólks, en ekki einskonar
„lúxus-mubla“, eins og í auðvaldslöndunum. „Hið verðmæt-
asta af öllu er maðurinn sjálfur,“ segir Stalin. Og það, sem
mest á ríður, er þess vegna, að nota vel þetta mikla verð-
mæti, og á sem réttastan hátt. En nú kann einhver að halda
því fram, að þegar um er að ræða listræna hæfileika hjá
barni, þá geti það tekið langan tíma að uppgötva þá. Þetta
er rétt, þar sem svo háttar til sem i auðvaldslöndunum.
Þar er það undir tilviljun komið, hvort listrænir hæfileik-
ar barnsins fá notið sín eða ekki. í Sovétríkjunum er þetta
á annan veg. Það mannlega efni, sem stöðugt streymir inn
á ríkismarkaðinn, — ef svo mætti að orði komast, — er
þar ekki látið grotna niður. Við þvi er tekið sem væri það
gullstraumur í fjárhirzlu ríkisins.
Fyrst og fremst er séð fyrir líkamlegum þörfum barns-
ins, og strax og auga og taugar eru til þess hæf, þá er
hafist handa með að fullnægja andlegu þörfunum.
Þar sem barnið skortir ekkert það til leikja sinna, sem
haft getur uppeldisleg áhrif á það, — þegar það hefir liti,
l?reft, leir og stein, hljóðfæri, námsbækur o. s. frv., þá
kemur það af sjálfu sér, að barnið velur það efni, sem
hæfir bezt hneigðum þess. Ef í ljós koma hæfileikar hjá
barninu á ákveðnu sviði, þá er uppeldi þess hagað í sam-
ræmi við þá uppgötvun. Þannig er hægt að stytta hina
erfiðu leið að tindi snilldarinnar að mjög verulegu marki.
Hér heima eigum við það á hættu, að „Newton“ sé lát-
inn þvo flöskur, „Dickens“ sé sendill. „Einstein“ smali og
„Shakespeare“ fjósadrengur, þar til þeir hafa nurlað sam-
an þeirri fjárupphæð, sem gerir þeim fært að breyta til
og fara að leggja rækt við það, sem hugur þeirra beinist
að, og þó aðeins við þær aðstæður, sem neita þeim um
allt það, sem kallað er lífsþægindi.
Á sumum sviðum listanna, t. d. hljómlistasviðinu, gelur
sköpunargáfa hins listhneigða barns gert snemma vart við
sig. Sama gegnir um sumar greinar vísindanna. Hugsum
okkur snilling á horð við Mozart fæddan í fátækt. Hann
hefir ekkert hljóðfæri, en verður fljótt að sjá um sig sjálf-
ur, og ef til vill einnig að vinna fyrir foreldrum og syst-
kinum. Það er fyrst þegar hinum frumstæðu lífsþörfum
er fullnægt, að hann getur farið að hugsa um að kaupa
hljóðfæri. Hér við bætist sá möguleiki, að viljaorka þessa
unglings sé undir meðallagi á öðrum sviðum en því, sem
sérgáfa hans liggur. Það gerir málið ennþá erfiðara. —
Þessu er þó ekki ávallt þannig varið. Viljaorka snillings-
ins er oft afburðamikil á öllum sviðum. En hvað sem þessu
líður, þá er þó eitt víst: Það er aðeins einn Mozart til og
hans listaverk getur enginn annar framleitt. Aftur á móti
getur hver sem er innt af hendi þau verk, sem slíkur snill-
ingur kann að vera neyddur til að vinna í þvi skyni að
afla sér og sínum daglegs brauðs. Þetta misræmi og skað-
semi þess, hafa stjórnmálamenn Sovétríkjanna komið auga
á og skilið. Þeir hafa skilið, að það er lélegur búskapur,
að láta „Newton“ hreinsa flöskur, þegar hann ef (il vill
gæti á sama tíma fundið þau náttúrulögmál, sem svo að
segja á einni vinnustundu fleygði mannkyninu fram um
margar kynslóðir. Þeir hafa skilið, að það er léleg hag-
sýni, að láta „Mozart“ vera sendil, þegar hann gæti notað
tímann til þess að nema ný lönd fyrir þjóð sína i hinu
undurfagra og víðlenda ríki tónanna.
En hvað sem um auðvaldslöndin má segja, þá hefir þó
listin alltaf verið þar i hávegum höfð, kann einhver að
segja. Þessi fullyrðing er hlekking af verstu tegund. Með-
an listamaðurinn skapar og mótar list sína, veitir auðvald-
ið viðnám og hindrar hann á allan hugsanlegan hátt. En
þegar svo listaverkið er fullgert og listamaðurinn hálf-
dauður af harðrétti, þá kaupir auðvaldið listaverk hans
fyrir smánarverð. Og nú fyrst, þegar auðvaldið á lista-
verkið, er snilld höfundarins hásúnuð. Aðdáun fólksins
er vakin, og eftir því sem hún eykst, stígur verðið og
tryggingarupphæðin. — Svo hefst braskið. Listaverkið er
selt og keypt, keypt og selt. Fjárupphæðirnar verða gífur-
legar. Og listaverk á það líka skilið, að vera hátt metið.
List er ekki hægt að greiða með peningum. Hún er lifandi
afkvæmi þjóðarinnar, hluti af henni. Eða, eins og Kinck
kemst að orði: hún er andlit fólksins.
En listamaðurinn, sem hefði getað framleitt fjölda slíkra
listaverka, verður að slíta kröftum sínum i þreytandi bar-
áttu fyrir lífinu og listaverkin, sem aldrei urðu til nema
í huga hans, hverfa í gröfina með honum. Slík er umhyggja
auðvaldsins fyrir listinni.
Sovétrikið vakir hinsvegar athugult yfir mannsefnum sín-
um. Því barni, sem ber í sér frjóanga listarinnar, er hjálp-
að til að rækta hann, — en hitt, sem ekki er búið slíkum
hæfileikum, er alið upp til þess að vernda þessi verðmæti.
Á þennan hátt myndast samstarf milli þeirra, sem skapa
listaverk og hinna, sem njóta þeirra, — ekki hernaðar-
ástand, eins og hjá okkur, þar sem hver sá, sem ekki hef-
ir sjálfur hlotið hina skapandi gáfu listamannsins, skoðar
hana næstum því sem persónulega móðgun við sig og hefnir
sin á listamanninum með því að gagnrýna verk hans á
hinn óvingjarnlegasta hátt.
Um sjálfa mig get eg sagt það,að Sovétríkin koniu mér ekki
ókunnuglega fyrir sjónir. Eg kannaðist strax við drauma-
land Wergelands, sem hann lýsir í „Manninum“. Þar segir
hann, að rikið vaki með gjörhygli yfir þvi, að ekki eitt
einasta barn, sem orðið gæti kyndill á vegum þjóðar sinn-
ar, sé vanrækt, og eigi ríkið, segir Wergeland, að velja
á milli þess, að missa annars vegar akra og engi, ]). e. a. s.
efnisleg verðmæti, og hins vegar eitt af slíkum mannsefn-
um sínum, þá hagar það sér eins og vitur og ástríkur faðir:
Það velur barnið. Fjárhagslega tjónið fær það margendur-
goldið í auknum listum og vísindum. Ríkið breiðir faðm-
inn á móti snillingnum, segir Wergeland svo fagurlega, og
það leitar að afburðamönnum með sama ákafanum og gull-
neminn að hinum dýra málmi fjallanna.
í auðvaldslöndunum verður listamaðurinn venjulega þræll
þeirrar viðleitni, að koma sér í mjúkinn hjá valdhöfun-
um. Og þegar þvi takmarki er náð, breytist hann ósjálfrátt
andlega, í drembinn yfirstéttarmann. Hugur hans hefir
eitrazt í baráttunni, meðan fjöldinn stóð gegn honum.
Hann er orðinn fjandsamlegur alþýðunni. Hann heggur
á síðustu tengslin milli sín og fólksins — flýr inn í sjálf-
an sig — og loks fáum við þessi dularfullu töfraorð borg-
aranna: listin fyrir listina!
Þessi sjúkdómseinkenni þekkjast ekki í Sovétríkjunum.
Þau stafa frá auðvaldsskipulaginu og hverfa með því. Þeg-
ar andleg verðmæti hljóta sinn rétta sess, þá hverfur allt
þetta listamannadramb. í samvizkusömu þjóðfélagi er al-
16