Sovétvinurinn - 01.01.1937, Side 17
[Sovétríkin 20 ára]
þýðan stolt af listamönnum sinum. Hún veit, að ]>að er
hún, sem hefir „framleitt“ þá. Þetta veit listamaðurinn
líka, þess vegna helgar hann list sína því fólki, sem skap-
að hefir honum skilyrðin til þess að geta þroskað list sína.
Það, sem listamaðurinn þarfnast til þess' að verða ham-
ingjusamur, er ekki auður og frægð, heldur góð vinnu-
skilyrði. Hann vill skapa, skapa hvíldarlaust.
Sú kenning heyrist oft í auðvaldslöndunum, að það sé of
mikið til af listamönnum. Þetta er heimskuleg fullyrðing,
enda runnin frá „business“mönnum þeim, sem leitast við
að hafa listina að féþúfu. Braskarinn, sem leggur það fyrir
sig, að kaupa og selja listaverk, t. d. málverk, hefir sem
sé engan áhuga fyrir því, að mikið sé framleitt af inál-
verkum. Listaáhugi hans takmarkast eingöngu við það, sem
færir honum sjálfum mestan gróða. Mikil framleiðsla fyllir
bara markaðinn og setur verðið niður. Hún er því bara
til bölvunar.
Ef að málaralistin væri eign fólksins, horfði málið öðru-
vísi við. Eftirspurnin myndi þá aukast, skólar, fundarhús
og heimili almennings yrðu þá prýdd listaverkum. Þeir,
sem vildu braska með listaverk, yrðu að láta sér nægja
með eftirlíkingar.
Og ef hljómlistin væri eign fólksins, myndi líka eyru
þess' fyllast nýjum hljómum fagandi ættjarðarsöngva, bar-
áttusöngva, — vinnusöngva — virkilegra alþýðusöngva.
Eins og ástandið er nú í auðvaldslöndunum, kostar það
mikið fé, að fá tónverk gefið út. Á slíkt er oft litið sem
þarflausan luxus' o'g sköpun þess torvelduð á allan hátt.
í Sovétríkjunuin er þjóðfélagslegt gildi hljómlistarmanns-
ins talið jafnmikið og t. d. bakarans. Meira að segja, það
er eins og fólkið hafi það á meðvitundinni, að það geti,
ef í hart fer, bjargað sér án brauðs, en ekki án söngs.
Söngurinn er andardráttur sálarinnar. Og svo minnzt sé
á bækur, þá má segja, að Sovétríkin sé hið fyrirheitna
land rithöfundanna. Enginn, nema sá, sem reynt hefir, get-
ur gert sér í hugarlund hina gífurlegu eftirspurn eftir
bókum þar i landi.
Allar þær listgreinar, sem eg nú hefi drepið á, verða
að heyja harða baráttu fyrir tilveru sinni í auðvaldslönd-
unum. Og nú kem eg að þeirri tegund lista, sem í heimi
auðvaldsins hefir nær því gefið upp alla baráttu — eg á
hér við leiklistina. Hún hjarir nú á því einu, að reyna
að falla i smekk hugsjónasnauðra broddborgara. Það ber
nú sjaldan við, að Thalia, leikgyðjan, dirfist að risa upp
til baráttu og hrista hiekkina. Hún þarf að fá rikisstyrk
i ár og næsta ár. Hana brestur því hugrekki og kraft til
að gerast siðameistari þess þjóðfélags, sem fæðir hana.
Allt, sem hún gerir, er að mála yfir ellimörkin og „púðra“
sig, svo að hún geti haldið áfram að vera hin lokkandi
frilla auðvaldsins.
Leiklist Sovétríkjanna er ung og full af heilbrigðri lífs-
orku. Hún er ung sökum þess, að hún er í samræmi við
nútíð og framtíð. Hún er lifandi sökum ,þess, að hún er
nærð af lífsþrótti fólksins, og hún er heilbrigð sökum þess,
að hún skilur þróun sögunnar og hefir hinum beztu kröft-
um á að skipa.
Hér heyrir maður það svo oft, að leikhúsgestir vilji ekki
kiassiska, þungskilda leiklist; þeir vilji fá eitthvert létt-
Eitt af undraverkum nútímans. Moskva—Volga-skurðurinn er lengsti skipaskurður í heimi. Hann tengir
sainan Hvítahafið, Svartahafið, Kaspíhafið og Eystrasaltið. Byrjað var að byggja hann 1934 og lokið i maí í ár.
Lengd hans er 230 km. (Zues-skurðurinn er 180 km. Panama-skurðurinn 160 km.).