Sovétvinurinn - 01.01.1937, Side 18

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Side 18
[Sovétríkin 20 ára]. meti, eitthvað, sem er auðmelt, og þess vegna borgi það sig bezt að sýna slík leikrit. Sovét-leikhúsiS er ekki rekið til þess að græða fé á gest- um sinum, heldur til hins, að gestirnir græði þar andleg verðmæti. Þess vegna þarf það ekki sífellt að spyrja um, hvað borgi sig bezt, frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, held- ur um hitt, hvað hefir mest menningargildi. Sé eitthvað, sem er leikhúsgestunum torskilið, þá er það skýrt fyrir þeim og yfirleitt séð um, að áhorfendur hafi leiksins full not. Það er einungis á þennan hátt, sem leiklistin fær leyst af hendi það hlutverk, sem henni sæmir. Að baki hverrar leiksýningar liggur feikna starf og nám. Við barnaleikhúsið í Leningrad, ])ar sem eg vann, voru oft æfðir kaflar úr leiknum að frumsýningu lokinni, til þess' að slipa af honum allar ójöfnur og iáta hvert smáatriði koma sem bezt fram. „Ræningjar“ Schillers vöktu þarna mikla athygli. En það var heldur ekki kastað höndunum til æfinganna. Hver einasta hreyfing var ákveðin með sál- fræðilegri nákvæmni, og þrátt fyrir litskrúð og glæsilega búninga, þá var það þó ekki hið ytra skraut, Sem bar leik- inn uppi, heldur listræn efnismeðferð. „Lear konungur“ og „Romeo og Julia“ eru sýnd kvöld eftir kvöld fyrir troðfullu húsi. Hver einasti leikari nýt- ur sérstakrar k^nnslu við hlutverk sitt. Hann verður að hlusta á fyrirlestra og leiðbeiningar. Hér heima getur hver Stelpa, sem fæst við að leika Juliu, þvaðrað um sinn per- sónulega skilning á þessu hlutverki. Um slíkan „persónu- legan“ skilning varðar leikstjórn Sovétríkjanna ekkert, held- ur hitt: hver var skilningur Shakespeare’s á Juliu, hver var tilgangur skáldsins, er hann skrifaði leikritið. í Sovét- ríkjunum er skoðun Shakespeare’s í meiri metum en „per- sónulegur“ skilningur einhverrar sérstakrar leikkonu eða dindilmennis í leikstjórastöðu. Það er viðurkennt, að hafi skáldverk lifað meðal fólksins i margar aldir, þá sé það vegna þess, að það eigi í sér fólgna einhverja þá lífsspeki, sem er síung — að ])að fjalli um viðfangsefni hverrar kyn- slóðar, ef það aðeins er skoðað í ljósi sögunnar, með þjóð- skipulagið að baktjaldi. Harmsaga Romeo’s og Júliu gæti ekki átt sér stað i Soyétríkjunum ,en hún tilheyrir sögu auðvaldsríkisins og örlögum æskunnar þar, og á þann hátt — sem saga einstaklingsins í auðvaldslöndunum — snertir hún Sovétborgarann. Allir sigildir höfundar eru byltingarsinnaðir — einmitt þess vegna eru þeir sígildir. Og persónur þeirra eru drama- tiskar sökum þess, að þær eru i andstöðu við það skipu- lag og þær erfðakenningar, sem þær eiga við að búa. Þannig er viðhorf Sovétríkjanna til hinna sígildu höf- unda. Þau eru hið fyrirheitna land snillinganna. Listin, sem skapazt hefir í Sovétríkjunum eftir bylting- una, er ýmist af sögulegum eða agitatoriskum rótum runn- in. Hún túlkar menningarbaráttu fólksins, sorg þess og gleði, sigur og töp, fórnir og fagrar hetjudáðir. Þetta er hin nýja byltingarsaga, — saga Sovétríkjanna. List Sovét- rikjanna er að vísu misjöfn að gæðum, en ruslið mun sökkva til botns og hverfa, þar eins og annarsstaðar — og minni sora hefi eg hvergi séð. Alvara og heiðarleg viðleitni skan- ar hreinleika. Öll listræn barátta er þrungin háleitri siðfræði Kvikmyndir Sovétríkjana bera á Sér öll sömu einkenni og aðrar listir þar í landi. Eitt af eftirtektarverðum við- fangsefnum þeirra, er að útrýma kynþáttahatrinu úr heim- inum, enda þekkist slíkt ekki lengur þar. Þýzkur stúdent spurði mig nýlega, hvort eg hefði ekki orðið vör við hið ægilega hatur til Þýzkalands, þegar eg dvaldi í Sovétrikjunum. Þeirri spurningu get eg með góðri samvizku svarað neitandi. í Sovétríkjunum er litið á þýzku þjóðina sem fólk, er ratað hefir í hinar mestu raunir, sök- um þess þjóðfélagsástands, sem hún á nú við að búa. Fólkið í Sovétríkjunum hatar enga þjóð, hvorki þýzku þjóðina né aðrar. Þjóðin er að vísu þess albúin, að verja þjóðskipulag sitt, ef á það er leitað, — berjast fyrir kom- múnismann. En hún er þess líka fullviss, að eitt sinn muni þeir dagar renna upp, að engin landamæri aðskilji l)jóðirnar. Ég sagði oft við vini mína í Sovétrikjunum: „Nú verðið þið að koma til Noregs og heimsækja mig.“ — — „Við komum, þegar engin landamæri éru lengur til,“ svöruðu þeir. Og þá duttu mér alltaf í hug orð Hinriks okkar Werge- land, er hann segir, að þeir dagar komi, að rósagerði eitt dugi til aðgreiningar ríkjunum. Andrés Straumland þýddi. Með hverri þjóð um öll Sovétríkin er vaknaður hinn mesti áhugi fyrir íþróttum. íþróttasýningar eru iðulega haldnar, og varla er til sú verksmiðja eða iðjuver, að ekki séu þar íþróttaflokkar. 18

x

Sovétvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.