Sovétvinurinn - 01.01.1937, Side 21

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Side 21
[Sovétríkin 20 ára]. Fjallgöngumenn. í Sovétr. eru nú mjög iðkaðar fjallgöngur. Hafa þær farið geysilega i vöxt á siðustu árum. Hinn mikli fjöldi íþróttafélaga styður að því, sem auð- ið er. Alstaðar er klifrað á fjöll. 1 Úral, Pamir, Altai og háfjöllum Mið-Asíu. Ekki má gleyma Kaukasusfjöllum. 1 ársbyrjun höfðu yfir 8000 manns fengið sérstakt fjallgöngumerki, sem þeir einir fá, sem standast visst próf, fræðilegt og i reynd. Meðal annars hefir verið gengið á þessi fjöll: Stalin-tind (7500 metra), Lenin-tind (7100), Ivor- schenowski-tind (7000) og fjölda annara tinda. Á Tenuld-tindinn í Kaukasus klifruðu 48 manns sam- tímis, en hann er 4853 metra hár. Yfir 20 þúsund fjallgöngumenn hafa iðkað þessa íþrótt í ár, í há- fjöllum Sovétríkjanna. Sovétstjórnin hefir látið byggja 37 fjallasel, þar sem mönnum er kennt að klifra fjöll af æfðum fjallaklifrurum. Stærsta selið tekur yfir 150 manns í einu. Þar eru 29 fjallgöngu- kennarar. — Eru til margar frásagnir af því, live heilnæmt, skemtilegt og fræðandi er að vera í slík- um háfjallaseljum, hálfan og heilan mánuð í einu. Met í þolflugi, og heimsmet. Sovétrússneska loftfarið Y6, þriggja mótora, liálf- stíf typa, lenti í Moskva 6. okt. í ár, eftir að liafa verið i lofti í 130 stundir, án þess að lenda. Þenn- an tíma flaug það 5 þúsund kílóm., við vond flug- Bílstjórar og benzínnotendur. Tryggið hagsmuni yðar með pvi að kaupa ben- zín og smurningsolíur hjá NAFTA h.f. Simar 4493 — 2368. skilyrði. Það bætti aldrei við sig bensini allan þennan tíma. Þetta er heimsmet. Áður-viðurkent heimsmet var þýskt, sett 1935 af loftfarinu LZ127. Tvö önnur heimsmet voru sett 2. okt. af flug- mönnunum Stefanevski og Piontkovsky. — Ste- fanevski flaug í sinni tveggja sæta íþróttaflugu 100 km. á 28.33 mín. Meðalliraði á klukkustund 210 km. Piontkovsky flaug í eins-manns íþróttaflugvél sömu vegalengd á 27.28 mín. Meðalhraði á klukku- stund 218 km. Báðar flugurnar voru sjóflugvélar. — Öll þessi afrek eru tilkynnt alþjóða-flugsam- handinu, og skráð sem lieimsmet. Utanríkisverzlun Sovétrí k j anna. Utanríkisverzlun Sovétríkjanna frá 1. jan. — 1. sept. í árVéar alls: 1.928.600.000 rúblur, sem skipt- ist þannig: Innflutningur .............. 912.600.000 rhl. Útflutningur ............ 1.016.(XK).000 — Samanborið við árið. 1936 hefir útflutningurinn vaxið sem hér segir á þessum vörum: Bómull ..................... 41.200.0(X) rbl. Timbur ...................... 28.100.000 Bílar og þessh............... 15.900.000 Mangan.......................... 15.300.000 — Áburður ...................... 8.500.000 — Vélar ....................... 8.400.(X)0 — Skinnavörur .................. 6.800.000 — Rafmagnsvélar ................ 1.300.000 Innflutningur af ull og gúnnní var meiri en átta fyrstu mánuði ársins 1936. Af þessum vörum var minna innflutt en á sama tíma árið áður: Vélar............................. 55.400.000 rbl. Járn og stál ...................... 22.500.000 — Skinnavörur ....................... 11.700.000 — Rafmagnsvélar ...................... 9.900.000 — Skip................................ 8.900.000 — Járn og stál til iðnaðar ........... 4.900.000 — Vísindatæki ........................ 4.500.000 Kemiskar vörur ..................... 4.300.000 -— Útflutningur landbúnaðarafurða nam 25.3% af heildarútflutningnum, þessa átta mánuði, og vörur til iðnaðar 74.4%. Af innflutningnum er 92.7% tilheyrandi aukn- um iðnaði, en aðeins 7.3% til almennrar notkunar. Sovét verzlar mest við Bretland, þar næst við Bandariki Norður-Ameríku. H. N. 21

x

Sovétvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.