Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 22

Sovétvinurinn - 01.01.1937, Blaðsíða 22
[Sovétríkin 20 ára] IÍÉTTARFAR OG AFBROT í SOVÉTRÍKJUNUM. Frh. af hls. 19 refsilausar, hver sem þær fremur: burgeis, verka- maður eða bóndi.“ Þær öryggisráðstafanir, sem beitt er gegn afbrota- mönnum eru vitanlega mjög mismunandi, eftir J)\í hve afbrotið er hættulegt þjóðfélaginu. Algengastar eru hinar svokölluðu frelsisskerð- ingar, þ. e. fangelsi, þvingunarvinna án frelsis- skerðingar, sektir, aðvaranir, áminningar, embætt- ismissir, og loks við hinum alvarlegustu afhrotum útlegð og líflát. Lengsta fangelsisvist, sem dæmt er í, er 10 ár, og er þvi ákvæði mjög sjaldan beitt. Embættismenn ríkisins fá Jtunga dóma, ef þeir sýna af sér sviksemi eða vanrækslu í störfum. Fyrir að múta eða þiggja mútur, er allt að tveggja ára fangelsi. Húsnæðisokur varðar fangelsisvist. Sá, sem veld- ur verðhækkun á lífsnauðsynjum, sætir’^t'angelsi i eitt ár eða lengur. Hér eru slikir menn taldir máttarstoðir þjóðfélagsins. Um svik eru vitanlega miklu fullkomnari og strangari fyrirmæli eu í refsilöggjöf auðvaldsland- anna, þar sem fyrirmæli um svik miðast oftast við ástand, sem er horfið fyrir nokkrum öldum. Á sama hátt eru hinar gífurlegu refsingar við ýmis- konar smáþjófnaði úr lögum numdar. Ákvæðin um fóstureyðingar að ástæðulausu eru mjög ströng. Sömuleiðis er mjög hart tekið á kyn- ferðisbrotum, og þeir, er þau fremja, settir undir rannsókn lækna og einangraðir. Það er föst regla, að vinnuskylda livílir á föng- um í Sovétríkjunum, ef þeir eru vinnufærir. En J)eir eru ekki látnir dunda við einhver gagnslaus verk í þröngum klefum, eins og sumstaðar tíðk- ast, heldur er farið með þá í starfinu eins og frjálsa menn. Þeir eru látnir taka J)átt í öllum nytsöm- um störfum, eins og aðrir verkamenn, og fá full vinnulaun. Fangavistin lýsir sér aðeins í því, að þeir verða að halda sig innan ákveðins svæðis. Fangar fá tækifæri til að stytta fangatíma sinn með góðri hegðun og miklum vinnuafköstum. Einn- ig er J)að venja, að gefa J)eim frelsi um stundar- sakir eftir ákveðnum reglum, og ef hegðun þeirra er óaðfinnanleg i fríunum, fá þeir oftast fullt frelsi áður en dómurinn er afplánaður. Skylt er að sjá mönnum fyrir hæfilega laun- aðri vinnu, þegar að lokinni fangavist, svo að þeir lendi ekki í vandræðum sakir fjár- eða fæðuskorts. Ef hóndi er dæmdur í nokkuð langt fangelsi. er Blái borðinn — ep vinsælasta vörumerkið. — Innilialdid liefip engan svikid* Blái borðinn. 22

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.