Alþýðublaðið - 03.01.1965, Side 2

Alþýðublaðið - 03.01.1965, Side 2
lUtstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréuastjörl: Arnl Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Elður Guðnason. — Símar: 14900-14903. - Auglýsingasími: 14906. - Aðsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisfiötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. - Askrií'tarfijald kr. 80.00. - 1 iausasölu kr. 5.00 eintakið. - Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. ÓLAFUR THORS MEÐ ÓLAFI THORS er fallinn í valinn einn mesti stjórnmálaskörungur íslendinga á síðustu áratugum. Hann var oftar og lengur forsætisráð- herra en nokkur annar, og naut í æ ríkara mæli virðingar og viðurkenningar aHrlar þjóðarinnar fyrir störf sín og forustu. Ólafur sat á Alþingi fyrir Gullbringu- og Kjós arsýslu og síðar Reykjaneskjördæmi um fjóra ára tugi. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum á opinberum vettvangi, varð fyrst ráðherra 1932, síðan í þjóðstjóminni við upphaf heimsófriðarins og upp úr því hófst það tímabil, 1942—63, er áhrif hans á þjóðmálin voru hvað mest og hann mynd- aði fimm sinnum ráðuneyti. Á þessu viðburðaríka tímabili, frá kreppu um heimsófrið til kjarnorkualdar, breyttust hagir ís- Jenzku þjóðarinnar hraðar en nokkru sinni fyrr. ÓlafurThors sá þessar breytingar og skildi þær. Hann var á yngri árum harðskeyttur baráttumað- - ur fyrir flokksstefnu sinni, en lagði með árunum meiri og meiri áherzlu á að finna samnefnara and stæðra afla, laða flokka, stéttir og einstaklinga til þess samstarfs, sem íslenzkum þjóðmálum er nauð ■ synlegra en allt annað. Hér hafa einstakir flokkar ekki haft hreinan meirihluta á þingi og samsteypu stjómir orðið að föstum þætti í stjórnkerfi lýð- veldisins. Við slíkar aðstæður hefur það verið þjóð . inni mikils virði að njóta krafta mikilhæfs forustu manns, sem hafði bæði vit og styrk til að hugsa út yfir flokkamörk. Ólafur Thort var svipmikil persóna, sem þeg- ar var tekið eftir, er hann gekk í sal á mannfund- um. Hann var glæsilmenni að vallarsýn og gekk brostandi að hverju verki. Hann hafði til að bera > létta lund og gat j af nan komið mönnum í gott skap, j * enda þótt við torleyst vandamál væri að glíma þá stundina. Var þetta fágætur eiginleiki hér á ; landi, enda hefur verið haft á orði, að með Ólafi , hverfi brosið úr íslenzkum stjórnmálum. \ I Þegar skráð verður saga íslenzkra stjórnmála \ og atvinnumála á síðustu fjórum áratugum, mun | Ólafs Thors verða víða minnzt. Hann hefur veitt I stærsta flokki landsins langa forustu og árangurs- l ríka, en jafnframt unnið virðingu annarra flokka, * enda unnið með þeim öllum að stjórn landsins. J < \ I Mikið skarð er við fráfalls slíks manns, og Al- . þýðublaðið vottar konu hans, börnum og öðrum ætt ingjum innilegustu samúð. -t ' ■ % 3. janúar 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Kennsla hefst mánudaginn 4. janúar. Nemendur mæta á sömu dögum vikunnar og þeir mættu fyrir jól og sama tíma. Reykjavík. Endurnýjun skírteina fyrir seinni helming kennslutímabilsins (4 mán.) fer fram í hús- næði skólans Brautarholti 4 í dag sunnudag- inn 3. jan. og á morgun mánudaginn 4. jan, frá kl 4—7 báða dagana. Keflavík, Kópavogur, Hafnarfjörður. Endurnýjun skírteina fer fram í fyrsta tíma. Innritun nýrra nemenda fer fram um næstu helgi. Rangers vann Celtic 1:0 SEXTÍU ÞÚSUND manns horfðu á lcik Rangers og Celtic í Glas- govv 1. jan., en þessi félög mætast ætíð á nýársdag ár hvert. Eins og jafnan áður var þessi leikur fjör- ugur og spennandi, jafnt á leik- vellinum sem og á áhorfendapöll- unum. Fyrri hálfleikinn átti Ran- gers, en sá seinni var Celtic megin þrátt fyrir að einum leik- manna þeirra var vikið af leikvelli vegna fruntalegs áhlaups á Þórólf og einnig „brenndi Cel.tic af“ víta- spyrnu. Mikið var um smáskærur á áhórfendapöllunum og margir voru fluttir með lögreglu/aldi af leikvanginum. Sama gerðist á leikvelli Hearts í Derby-leiknum gegn Hibernian, sem Hearts tapaði og missti þar með forystusætið í Skotlandi. — Hearts fékk Norðmannlnn Roald Jensen („Kniksen”) yfir til sín í vikunni ‘sem áhugamann, en ef hann ákveður að setjast að í bili og líkar vel hjá Hearts, mun hann skrifa undir samning næsta liaust. Kniksen lék ekki með aðalliðinu á nýársdag, en mun eflaust fljót- lega komast í aðalliðið, en hann hefur verið álitinn einn bezti út- - herji á Norðurlöndum undanfar- ið. SKOTLAND - 1. jan. Aberdeen 1 - Dundee 1 Dundee Utd. 4 . St. Johnstone 1 Clyde 4 - ParticK 1 Innanhússmót í ÍR-húslnu ÍR efnir til innanhússmóts > frjálsum íþróttum á mánudag kl. 8 í ÍR-húsinu við Tungu. Keppt verð- ur í hástökki með atrcnnu og stökkum án atrennu. Falkirk 0 - Dunfermline 4 Hearts 0 - Hibernian 1 Kilmarnock 4 . St. Mirren 0. Morton 4 - Th. Lanark 0 Mothervvell 1 - Airdrie 2 Rangers 1 - Celtic 0 Efstu liðin: Kilmarnock 19 14 4 1 39-15 32 Hearts 19 13 4 2 56-24 30 Hibernian 18 13 2 3 40-22 28 tvwwmwwwuwwwwwwvvwvvwvvwwwww Dunferml. 17 11 2 4 39-18 24 Rangers 17 9 5 3 47-20 23 Celtie 18 10 2 6 35-26 28 Morton 18 9 3 6 30-22 21 Dundee 19 8 5 6 42-31 21 Neðstu liðin: St. Johnst 18 4 4 10 29-40 13 Partick 18 4 4 10 26-39 13 Dundee Utd. 18 3 4 11 20-32 10 Th. Lanark 18 3 1 14 15-49 T Airdrie 18 2 2 14 22-56 0 BANDARÍKJAMENN voru mjög sigursælir á Olympíulcik unum í Tokyo I haust. Þeir unnu marga sigra, sem reiknað var með, en einnig komu cin- stakir íþróttamenn þeirra mjög á óvart, þ. á m. Bill Mills, sem varð Olympíumeistari í 10 km. lilaupi. Bill Milis, sem er 26 ára gam- all varð fyrstur Bandaríkja- manna til að hljóta gullverð- laun á þessari vegalengd. Mills er í sjóhernum og þessvegna gat hann eklci hafið æfingar að ráði fyrr en í febrúar sl. og er sigur hans því ennþá eftirtekt- arverðari. (IVVWVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVWVVVVVVWl

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.