Alþýðublaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 2
Rltstjórar: Gylfl Gröndal (éb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréuastjórl: Arni Gunnarsson. — Ritstjómarfulltrúi: Eiöur Guönason. — Símar: 14900-14903. - Auglýsingasími: 14906. - Aðsetur: Alþýöuhúsiö vlö Hverfisfiötu, Reykjavik. — Prentsmiöja Alþýöublaöslns. — Áskrlitargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. — Útfiefandi: Alþýðuflokkurinn- Bændur og neytendur ÞAÐ VAKTI athygli fyrir jól, *er Emil Jóns- son gerði'í útvarpsræðu frá Alþingi grein fyrir nið urgreiðslum og útflutningsuppbótum landbúnaðar afurða, eins og þær *verða á árinu 1965. Benti hann á, að í heild næmu þessar upphæðir tæplega 700 milljónum króna, eða meira en 100.000 krónum að meðaltali á hvert býli í landinu. Taldi Emil, að þessi landbúnaðarpólitík gæti ekki staðizt mikið lengur og yrði að takast til endurskoðunar. Tíminn er eina blaðið, sem hefur svarað þess ari athyglisverðu ræðu Emils. Hefur blaðið valið þann kost að hrópa: Árás, árás á landbúnaðinn! Tíminn telur þessar niðurgreiðslur sýnilega eðli- legar og fordæmir það sem árás á landbúnaðinn, að minnzt skuli á þær á þann hátt, sem Emil gerði. Þetta er mikill misskilningur. Bændur eru ein traustasta og íhuglasta stétt landsins. Þeir skilja án efa, að hér er komið fram vandamál, sem leysa verður á einhvern betri hátt, bæði fyrir landbúnað inn, neytendur og ríkissjóð. Þegar uppbótakerfi sjávarútvegsins sprengdi af sér jjammann, datt engum í hug að kalia það fjandskap við sjávarút- veg, þótt bent væri á, að sú stefna dygði ekki leng- ur. Tíminn segir, að niðurgreiðslur á landbúnaðar ' vörum komi ekki bændum við, heldur séu ein- göngu styrkur við neytendur. Þetta er aðeins hálfur sannleikur og mjög villandi að líta þannig á málið. Niðurgreiðslur hafa verið auknar til að halda vísi- tölu niðri og þar með draga úr verðbólguskrúfu, en það kemur bændum til góða ekki síður en öðrum. Hins vegar er rétt að athuga, hvort sala á land- búnaðarafurðum mundi ekki stórminnka, ef þær væru ekki niðurgreiddar. Hvernig yrði sala í mjólk, ef lítirinn kostaði kr. 10,77, í kjöti, ef kílóið kost- aði kr. 73,75 og í smjöri, ef kílóið kostaði kr. 190? Ljóst er, að það mundi valda söluhruni á þessum afurðum, ef niðurgreiðslur væru allar afnumdar, og það hrun mundi koma niður á bændum. Þess vegna fer Tíminn með rangt mál, er hann segir, að niðurgreiðslur séu mál neytenda, en ekki bænda. Þær eru mál beggja, mál allrar þjóðarinnar. Emil Jónsson tók fram í ræðu sinni, að hann teldi bændur ekki - ofhaldna af því, sem þeir fá fyrir vinnu sína, og er það vafalaust rétt um smá- bændur og miðlungsbændur, enda þótt stórbænd- ur hafi ekki undan miklu að kvarta. Emil kvaðst vilja, að bændum væri tryggð góð afkoma, en nú- verandi upþbóta- og útflutningsstyrkjakerfi gæti ékki gengið lengur og yrði að endurskoðast. Það er ekki sízt hagsmunamál bændastéttarinnar, að betri leið finnist í þessum málum. 2 5. janúar 1965 - ALÞÝÖUBLAÐIÐ SELJUM í DAG OG NÆSTU DAGA KULDASKÓ úr leðri fyrir drengi og telp ur. — Stærðir 35 til 40. Einnig má nota sem SKIÐASKÓ Verð kr. 298. — SÉRSTAKT TÆKIFÆRISVERÐ. Skóbúö Austurbæjar Laugavegi 100. Osjálfbjarga í óveéri! ÓVEÖURSKVÖLDH) þegar aH- ar samgöngur trufjuðust og það tók fjölmarga bifreiðarstjóra fimm til sjö klukkustuudir að kom ast á milli Reykjavíkur og Hafnar fjarðar, leiddi það í Ijós, sem raun ar var vitað áður, að þegar gamla ísland steypti sér niður úr himn- inum ofan yfir aiiar framfarirnar, véivæðingu( síma, rafmagn vatns veitur og malbik, þá fór allt úr skorð'um, rafl jós slokknuðu, hreyfl ar stöðvuðust, vatnsleysi gerði vart við sig og síminn varð svo band- vitlaus að maður fékk ekki einu sinni són svo klukkust. skipti. FÓLK( SEM STÓÐ FAST tím- um saman í 'sköflunum á Arnar neshálsi hafði ekki aldeilis búið sig út eins og ferðamenn á fs- landsheiðum áður fyrr. Kvenfólk og börn kvörtuðu og jafnvel full orðnir karlmenn fengu þursabit í lend,arnar og giktaWstnengi í axlir og handleggi - og það var þjakað fólk, kalt og svangt, sem skjögraði inn úr dyrunum hjá sér um og upp úr miðnætti, loksins þegar veghefilsstjórinn hafði tek ist að ryðja því braut og leysa hnútinn, gn það liafði ekki reynst létt verk. OG SVONA VAR ÞAÐ á Hellis heiði, eða réttara sagt alla leið ina úr Reykjavík og austur á fjall. Hinsvegar voru erfiðleikamir mest ir milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar, því að þar var bifreiða lestin óslitin og að henni sótt frá báðum endum, en aðeins bifreið á stangli á leiðinni austur. Þar eru bó enn bílar fenntir í kaf, ekki hægt að moka frá þeim, því að þeir ramba þar á klakabung- um þó að hjólln séu ekki laus. ÞAD ÞÝÐIR EKKERT að ræða við veðurguðina. Þeir lilusta ekki á mig( jafnvel ekki á Pál Bergþórs son þrátt fyrir öli blíðmæli hans í þeirra garð, en það þýðir kannski að tala við fólkið. Öngþveiti ríkti á Axnarjieshálsi' og það var fyrst og fremst fólkinu að kenna. Lög reglan átti að stöðva umferð í báða enda strax og hún sá hvað verða vildi. Það var ekki gert og iruddist þvi fólkið blint ■ áfram bæði frá Reykjavík og Hafnar- firði og herti miskunnarlaust hnútnum sjálfum. Auk þess gerðu mjög margir, sem fastir sátu, til raunir til að iryðjast út af braut inni og fara fram úr og með þeim afleiðingum, að vegheflarnir gátu varla unnið og erfiðleikarnir urðu enn meiri. ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT fyrir okkur að læra að snúast við svona erfiðleikum. En við kunnum þaW ekki enn. Öll þægindin hafa gert okkur sljóa( gleymna á staðreynd irnar. Það getur reynzt okkur dýrt spaug. Fyrir utan gluggana minn er kafaldshríð. Ef tii viU stöðvast allt aftur i kvöld. Ég mælist til þess, að menn reynl að vera viðbúnir. Og framar öllu öðru er ekki rétt á svona tímum að leggja út í tvísýnu. Ilanncs á horninu, SENDISVEINN óskast. — Vinmitími fyrir hádegi. Alþýðublaðið Síml 14 300. BRUNATRYGGINGAR á húsum í smíðum, vélum ©o ááhöldum, effni og lagerum o.fl, Mssssmmm Heimilisfpyggingai* Innbús Vetnstjóns Innbrois Glertryggingar TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRi UNOAÍGA-TA 9 REYKJAVlK S(MI 2 1 260 S I M N E F N I , G U R E T Y

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.