Alþýðublaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 7
Flaustur Gunnar M. Magnúss: ÁRIN SEM ALDREI GLEYMAST ísland og heimsstyrjöldin síðari. Skusrg:sjá 1964. 368 bls. Ýmiskonar blaðamennska ger- ist sí og æ fyrirferðarmeiri í ís- lenzkri bókagerð og miklu víðar en í samtaisbókum sem einatt vekja þó mesta athygli. Margt það sem skrifað er um svokölluð þjóðleg fræði er af blaðamennsku toga, stundum með áherzlu æsi frétta. Stundum er saga liðinna alda skráð í fréttaformi; og sam- tímasaga hefur einnig verið gerð í þeirri mynd. Og nú fyrir jólin kom út saga stríðsáranna á ís- landi eftir Gunnar M. Magnúss sem hann byggir raunar á fyrra riti sínu um sama efni, Virkinu í norðri. Það heitir svo í formála að þetta rit sé gert og gefið út í tilefni þess að 25 ár eru liðin síðan styrjöldin hófst; því sé ætlað að rekja ,„að nokkru hin mestu og afdrifaríkustu mál er snerta ís- land á þessu tímabiii." Áhugi útgefanda á þessari minningu er skiijanlegur, styrjaldarbókum er vís eftirtekt og sala; og sízt er hann lastandi. Okkur væri einmitt þörf á grein argóðu yfiriítsriti um hernámsár in( söfnun og könnun aðgengiiegra heimilda um það er þá .gerðist, lýsing helstu atburða sjálfra, or- saka þeirra og afleiðinga. Það mun fiízt ofmælt að stríðsárin séu ein- hver afdrifaríkasti tíminn í sögu okkar á seinni öldum; samfelld fiaga þessara ára yrði sjálfsagt til að auðvelda okkur skilning þeirra og margs þess sem síðan hefur gerzt. En bók Gunnars M. Magnúss reýnir ekki til að rækja neitt þvílíkt. hlutverk, lætur sér nægja að stikla flausturslega á sumum stríðsfréttum, og þá helzt þeim sem mesta athygli hafa vakið í svip. Hún er afleit bók fyrir það eitt að svíkjast undan verki sem þörf væri að vinna. Og höfundi verður það heldur ekki til rétt- lætingar að honum auðnist læsi- leg frásögn minnisverðra tíðinda frá örlagaárum. Ekkert slíkt tekst í þessari bók( og hjálpast líklega að klaufadómur höfundarins og flaustur mikið við gerð bókarinn ar.' Gunnar M. Magnúss byrjar bók sína með frásögnum af aðdrag- anda stríðsins hér á landi( segir síðan rækilega frá sjálfum her- námsdeginum, og síðar í bókinni er allítarleg fráspgn af komu Bandaríkjamanna hingað til lands. Hann gerir nókvæmlega grein fyr ir skipssköðum.og mannfalli íslend inga í stríðinu, néfnir flestalla með nafni sem féllu, „af hernaðár ástæðum “ eins og hann orðar það. Þá er sagt frá björgun útlendra manna, njósnum Þjóðverja á ís- landi og loftárásum þeirra hingað og hertöku íslenzkra manna í stríð inu. Inn á milli er svo lausléga fjallað um önnur efni, þar á með al er kjamsandi kafli um skipti setuliðsins og íslenzkra kvenna. Vitaskuld em þetta frásagnarverð tíðindi og ekkert móti því að rifja þau upp. En Gunnar M. Magnúss sér hvergi nema yfirborð hlutanna lætur sér nægja að rekja atvik samkvæmt aðgengilegustu sam- tíðarheimildum, fréttum blaða, opinberum skýrslum, frásögnum sjónarvotta. Margt tekur hann upp orðrétt eftir þessum heimildum gagnrýnis- og úrvinnslulaust; en hvergi er reynt að skyggnast dýpra eða leitað nýrra heimilda, Og þar Við bætist að hann er óleikinn rit höfundur, kann ekki að gera grein armun aðalatriða og smámuna, hefur stirðbusalegt málfar óg hættir við ambögum. ^Mannfjöld inn draup höfði. aivöruþungur," segir hann á hátíðlegri stund; og annað er eftir þessu. Kaflinn um. viðureign stórskipanna Bismarks og Hoods (sem ekkert kemur her . mmmá" I m íl.u ■ '.ívtSiíí;; fiipSPS? •»* m i *: Hermannatjöld risu víffsvegar í Reykjavík og í nágrenni borgarinnar. námi íslands við) er kannski bett dæmi um klaufahátt höfundar- ins. Þar væri tilefni greiðrar og spehnandi frásagnar, en Gunnar M. Magnúss tapar sér strax í smámunavafstur og getur ekki einu sinni lýst skipunum svo að munur þeirra verði ljós. Þama sést glögglega munur góðrar og vondrar blaðamennsku. Ég treystist ekki til að dæma um sanngildi frásagnanna í þess ari bók, en vænti ég þess áð rétt sé sagt í meginatriðum. Hitt er fulikomlega Ijóst að hér er ekk ert mat þeirra tíðinda sem frá segir, hvað þá að rök þeirra séu könnuð eða ályktanir dregnar af þeim. Og bersýnilegt er það að þetta rit er. ,ekki úrvinnsla Virk- isins í norðri, en endurprentun á sumum þáttum þess. Hefði þó því riti sannarlega ekki veitt af hreinskrift, Og sannarlega væri hér þörf á nýju riti um þessi efni, samfelldri sögu hernámsins á ís- landil Gunnar M. Mlagnús# og bókaútgáfan Skuggsjá hafa fremur kosið að gera sér mat lir æsi- gildi stríðsfrétta. Og mistekizt. Bókin er hirðuleysislega gerð úr garði, ljótt línubrengl á fýrstu síðu og síðan nógár prentyillur. Myndakostur er allmikill í bók- inni en engin myndaskrá; ekki heldur registur sem væri þó naúíþ synlegt ef einhverjum skyldi ein hverntíma detta í hug að nota bókina tif einhvcrs. Ó.J. Orðuveitingar FORSETI ÍSLANDS hefur í dag sæmt - eftirgrefnda riddarakróssi hinnar íslenzku fálkaorðu: -Egil Viihjálmsson, forstjóra, fyr- ir störf- á sviði bifrelðáiðnaðar Ingivar Villvjáimsson; útgerðar- mann, fyrir störf að -sjávarútvegs- málum. - Jóhannes Gunnarsson, biskup, fyrir störf sem kaþólskur biskup. Jónas Jónssson, bóndi, Hrauni, Öxnadai, fyrir búnaðarstörf. Sigríði Eiríksdóttur, hjúkrunar- konu, fyrir hjúkrunar- og heilsu- - verndárstörf. ...___ Sigurð B. Sigurðsson, ræðis- mann, fyrir störf á sviði vcrzlun ar- og viðskiptamála. Sigurjón Sigurðsson, bónda Raftholti, Rang., fyrir búnaðar- cg félagsmálastörf. Sveinbjörn Oddsson, bóka- vörð, Akranesi, fyrír störf í þágu, verkalýðshreyfingarinnar. Svein B. Valfells, iðnrekanda, fyrir störf á sviði iðnaðar og verzl unar. Þórarin Sveinsson, kennara, Eið; um, fyrir æskulýðs- og íþrótta- störf. Þórð Þorbjarnarson, dr. phih Framhald á síffu 10- □ □ □ □ D □ Þegar álagning tekjuskatts og útsvara lá ljós fyrir á s.l. sumri, þótti mörgum nærri sér höggvið í álögum. Mömnum blæddi í augum, hvílík býsn þeir urðu að greiða til ríkis og sveitarfélags síns, ©n í þeim umræðum vildi gleymast, hvílíkar kröfur gerð ar eru til þessara aðila um framkvæmdir og þjónustu, sem kosta of fjár. Inn í þessar umræður bland aðist — sem auðvitað var mál málanna, en varð í reynd meir eins og útlát á gremju fólksins*— hve langt er enn í landf og álagning opinberra gjalda komi réttlátt niður eft ir gjaldþoli og gjaldgetu manna. í sambandi við þessl mál hefur stjórnarandstaðan — og þá alveg sérstaklega Framsókn freistað þess að notfæra sér gremju fólksins yfir þungum álögum, fylgi sínu til> fram- dráttar. Sem sýnishorn af vinnubrögðum má geta þess, að Framsókn hefur lagt til, að hvorttveggja væri lækkað á fólki — tekjuskattur og út- svar yfirstandandi árs — að því er skilst að ákveðnum hundraðshluta hjá hverjum gjaldþegn — en hvergi sagt, hvar ríki og sveitarfélög skuli þá taka tekjumissinn eða hvernig mæta honum, og á þó hvert mannsbarn að vita að tekjum þessara aðila er fyrirfram ráðstafað með fjár- lögum og fjárhagsáætlunum. Átti að hætta við einhverj ar framkvæmdir og þá hverj ar? Eða átti að draga úr ein- hverri þjónustu og þá hvernig? Engar tillögur komu frá stjórnarandstöðunni um slíkt, og lá þá beinast við að álykta að þessir tillögumenn um lækkun álags tekjuskatts og útsvars í ár vissu af því örugg lega, að skattarnir gæfu ríki og sveitarfélögum stórum meiri tekjur en áætíað hefðí verið til útgjaldanota og því mundi mikill tekjuafgangur v.erða á ársbúskapnum nema talsverð- um hluta teknanna yrði skilað með lækkun álaga, Nú lesum við hins vegar, að fjárveitingarnefnd - alþingis vanfi enn um 300 milljónir kr. til aff koma fjárlögum 1965 hallalaust saman. Og hvorki fuliLtrúar Framsóknar né Al- þýðtibandalfcgs benda nú á neinar ofteknar milljónir í tekjuskatti í ár, sem brúað gætu þetta bil. Voru þær þá engar? Qg hafi þær engar ver ið, hvers konar ábyrgðartil- finning gagnvart fjárhag lands ins lá að bakj lækkunartillögun um í sumar? Nýlokið er hjá bæjarráði Akureyrar — en það skipa að meirihluta. Framsóknarmenn og kömmúnistar — fyrstu gerð fjárhagsáætlunar Akureyrar 1965. Gert er þar ráð fyrir verulegri útsvarshækkun frá yfirstandandi ári. Hvað hefur þá orðið af ofteknu milljónun- um hans Dags í bæjarsjóð? Hvi notar meirihluti Framsókn ar og kommúnista í bæjarráði. J Akáíreyrar sér el^ki aðstöðu sína til að leiðrétta skattpíning ríkisstjómarinnar, sem þessum aðiluln varð tíðrætt um á , líðandi ári? Eða var allt taljJ þein^ ábslgðarlauflt gaspur, sem þeir verða að urða undir t.; enn þærri útsvörum en í fyrra? r J Það væri fróðlegt að fá nán v,J ari skýringar á þessu. - (Alþin.). MMMMMMMMMMWMMMWMMMMMMWMMMWMtMMMMWWWMMtWMMWHMMMMMWWWMMWMWMMMWMWMMMMMMMtMMMMtWWMMWMMMÍn mM ALÞÝÐÚBLAÐIÐ — 5. janiíar 1965 f i HJi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.